Erlent

Góð kjör­sókn í pólsku for­seta­kosningunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Pólverjar á Íslandi streymdu á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun.
Pólverjar á Íslandi streymdu á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun. Vísir/Baldur

Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. Það er töluvert meira en á sama tíma í fyrstu umferð og meira en sjö prósentum hærra en á sama tíma í forsetakosningunum 2015.

Talið er að mjótt geti orðið á munum milli frambjóðendanna tveggja, Andrezj Duda núverandi forseta landsins og fyrrverandi þingmanns stjórnarflokksins Lög og réttlæti, og mótframbjóðanda hans Rafał Trzaskowski borgarstjóra Varsjár.

Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinseginfólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi.

Pólverjar á Íslandi hafa streymt á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því í morgun en á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag.


Tengdar fréttir

Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar

Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×