Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júlí 2020 19:30 Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. Úrhelli hefur verið á Ísafirði í dag og vegna úrkomunnar jókst afrennsli og álag á fráveitukerfi og miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum. Hviður mældust allt að 40 metra á sekúndu á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði fram á miðnætti og tekur þá við gul viðvörun sem einnig gildir fyrir strandir og Norðurland í heild þar til á morgun. Gul viðvörun er einnig í gildi fyrir stóran hluta Norðurlandsins og mun gilda til morguns. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar. Búast má við grjóthruni og skriðum áfram á meðan úrhellið gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Súgfirðingar eignuðust sína eigin hraunfossa í veðrinu. Vegurinn upp á Bolafjall er lokaður til morguns af öryggisaðstæðum. Kindur leituðu skjóls í göngunum.STÖÐ2 „Þegar þetta slotar og við getum skoðað þetta betur þá kemur ýmislegt í ljós sem þarf að laga það hefur aldrei brugðist,“ sagði Kristinn Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Ekkert tjón varð á mannvirkjum. „Við hjálpuðum öllum að ferja bíla yfir ána í gær þannig að það eru allir bílar réttu megin við hana. Fimm ferðavagnar eru enn á svæðinu og fólk sem gisti í þeim,“ sagði Guti Það voru ekki einungis ökutæki vem fóru um Vestfjarðargöngin en kindur leituðu skjóls í þeim. Seinni partinn á morgun fer að draga út vindi og úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá færist lægðin austar en á Austurlandi hvessir mjög og verður hvassast á Suð-austurlandi þar sem kviður gætu farið í 25 metra á sekúndu. Veður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42 Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33 Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. Úrhelli hefur verið á Ísafirði í dag og vegna úrkomunnar jókst afrennsli og álag á fráveitukerfi og miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum. Hviður mældust allt að 40 metra á sekúndu á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði fram á miðnætti og tekur þá við gul viðvörun sem einnig gildir fyrir strandir og Norðurland í heild þar til á morgun. Gul viðvörun er einnig í gildi fyrir stóran hluta Norðurlandsins og mun gilda til morguns. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar. Búast má við grjóthruni og skriðum áfram á meðan úrhellið gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Súgfirðingar eignuðust sína eigin hraunfossa í veðrinu. Vegurinn upp á Bolafjall er lokaður til morguns af öryggisaðstæðum. Kindur leituðu skjóls í göngunum.STÖÐ2 „Þegar þetta slotar og við getum skoðað þetta betur þá kemur ýmislegt í ljós sem þarf að laga það hefur aldrei brugðist,“ sagði Kristinn Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Ekkert tjón varð á mannvirkjum. „Við hjálpuðum öllum að ferja bíla yfir ána í gær þannig að það eru allir bílar réttu megin við hana. Fimm ferðavagnar eru enn á svæðinu og fólk sem gisti í þeim,“ sagði Guti Það voru ekki einungis ökutæki vem fóru um Vestfjarðargöngin en kindur leituðu skjóls í þeim. Seinni partinn á morgun fer að draga út vindi og úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá færist lægðin austar en á Austurlandi hvessir mjög og verður hvassast á Suð-austurlandi þar sem kviður gætu farið í 25 metra á sekúndu.
Veður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42 Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33 Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33
Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42
Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54