Nik: Pirrandi að fá á sig mark svona seint Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2020 22:10 Nik var ekki sáttur með að fá á sig mark seint í leiknum. Vísir/Þróttur Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik. Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var vonsvikinn eftir leik en á sama tíma stoltur af einni flottu frammistöðunni hjá þessu unga liði Þróttar en meðalaldurinn í byrjunarliði Þróttar var 20,4 ár í kvöld. „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur,” sagði Nik um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara út af. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira
Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik. Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var vonsvikinn eftir leik en á sama tíma stoltur af einni flottu frammistöðunni hjá þessu unga liði Þróttar en meðalaldurinn í byrjunarliði Þróttar var 20,4 ár í kvöld. „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur,” sagði Nik um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara út af. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti
Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti