Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 18:50 City átti ekki í miklum erfiðleikum gegn Watford í kvöld. EPA-EFE/Adrian Dennis Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir leik var talið að Watford gæti mögulega strítt gestunum frá Manchester-borg en City datt út úr FA-bikarnum um helgina er liðið tapaði 2-0 fyrir Arsenal. Þá hefur liðið að litlu að keppa að í úrvalsdeildinni á meðan Watford berst fyrir lífi sínu. Þá var Watford með nýjan mann í brúnni en Nigel Pearson látinn taka poka sinn á dögunum. Hayden Mullins stóð því vaktina á hliðarlínunni í leik dagsins. Það tók gestina rétt rúman hálftíma að brjóta ísinn en það gerði Raheem Sterling með frábæru skoti innan vítateigs eftir sendingu Kyle Walker. Sterling bætti svo við öðru marki sínu og öðru marki City á 40. mínútu leiksins. Sterling lúðrar inn fyrsta marki leiksins.EPA-EFE/John Sibley Þá fylgdi hann eftir vítaspyrnu sem hann sjálfur tók en Ben Foster í marki Watford hafði gert vel í að verja spyrnuna. Því miður fyrir Foster þá datt boltinn fyrir fætur Sterling sem renndi honum yfir línuna. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik. Á 63. mínútu kom þriðja mark City en það gerði ungstirnið Phil Foden eftir að Foster hafði verið vel frá Sterling. Aðeins þremur mínútum síðar negldi Aymeric Laporte svo síðasta naglann í kistu Watford þegar hann stangaði fyrirgjöf Kevin De Bruyne í netið. Fleiri urðu mörkin ekki þó Gabriel Jesus hafi skorað í uppbótartíma. Flaggið fór hins vegar á loft og markið stóð ekki. Leiknum lauk því með 4-0 sigri Manchester City. Gestirnir eru sem fyrr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar ein umferð er eftir. City er fimmtán stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool og fimmtán stigum á undan Chelsea sem situr í þriðja sæti. City er nú aðeins þremur mörkum frá því að skora 100 mörk en þeir eru eina lið í sögu deildarinnar til að ná þeim áfanga. Af Watford er það helst að frétta að þeir munu leggjast á bæn í þeirri von um að Aston Villa næli ekki í stig gegn Arsenal í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Watford er sem stendur í 17. sæti með þriggja stiga forystu á Villa sem situr í fallsæti. Watford mætir Arsenal á útivelli í síðastu umferð deildarinnar á meðan Aston Villa heimsækir West Ham United. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Segir að Pearson hafi ekki gengið í skrokk á neinum Troy Deeney, fyrirliði Watford, blæs á sögusagnir um að handalögmál hafi átt sér stað í búningsklefa Watford í hálfleik er liðið mætti West Ham á föstudaginn. 21. júlí 2020 10:00 Pearson búinn að fá sparkið frá Watford Enskir fjölmiðlar greina frá því að Nigel Pearson hefur verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Watford í ensku úrvalsdeildinni. 19. júlí 2020 15:20
Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir leik var talið að Watford gæti mögulega strítt gestunum frá Manchester-borg en City datt út úr FA-bikarnum um helgina er liðið tapaði 2-0 fyrir Arsenal. Þá hefur liðið að litlu að keppa að í úrvalsdeildinni á meðan Watford berst fyrir lífi sínu. Þá var Watford með nýjan mann í brúnni en Nigel Pearson látinn taka poka sinn á dögunum. Hayden Mullins stóð því vaktina á hliðarlínunni í leik dagsins. Það tók gestina rétt rúman hálftíma að brjóta ísinn en það gerði Raheem Sterling með frábæru skoti innan vítateigs eftir sendingu Kyle Walker. Sterling bætti svo við öðru marki sínu og öðru marki City á 40. mínútu leiksins. Sterling lúðrar inn fyrsta marki leiksins.EPA-EFE/John Sibley Þá fylgdi hann eftir vítaspyrnu sem hann sjálfur tók en Ben Foster í marki Watford hafði gert vel í að verja spyrnuna. Því miður fyrir Foster þá datt boltinn fyrir fætur Sterling sem renndi honum yfir línuna. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik. Á 63. mínútu kom þriðja mark City en það gerði ungstirnið Phil Foden eftir að Foster hafði verið vel frá Sterling. Aðeins þremur mínútum síðar negldi Aymeric Laporte svo síðasta naglann í kistu Watford þegar hann stangaði fyrirgjöf Kevin De Bruyne í netið. Fleiri urðu mörkin ekki þó Gabriel Jesus hafi skorað í uppbótartíma. Flaggið fór hins vegar á loft og markið stóð ekki. Leiknum lauk því með 4-0 sigri Manchester City. Gestirnir eru sem fyrr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar ein umferð er eftir. City er fimmtán stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool og fimmtán stigum á undan Chelsea sem situr í þriðja sæti. City er nú aðeins þremur mörkum frá því að skora 100 mörk en þeir eru eina lið í sögu deildarinnar til að ná þeim áfanga. Af Watford er það helst að frétta að þeir munu leggjast á bæn í þeirri von um að Aston Villa næli ekki í stig gegn Arsenal í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Watford er sem stendur í 17. sæti með þriggja stiga forystu á Villa sem situr í fallsæti. Watford mætir Arsenal á útivelli í síðastu umferð deildarinnar á meðan Aston Villa heimsækir West Ham United.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Segir að Pearson hafi ekki gengið í skrokk á neinum Troy Deeney, fyrirliði Watford, blæs á sögusagnir um að handalögmál hafi átt sér stað í búningsklefa Watford í hálfleik er liðið mætti West Ham á föstudaginn. 21. júlí 2020 10:00 Pearson búinn að fá sparkið frá Watford Enskir fjölmiðlar greina frá því að Nigel Pearson hefur verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Watford í ensku úrvalsdeildinni. 19. júlí 2020 15:20
Segir að Pearson hafi ekki gengið í skrokk á neinum Troy Deeney, fyrirliði Watford, blæs á sögusagnir um að handalögmál hafi átt sér stað í búningsklefa Watford í hálfleik er liðið mætti West Ham á föstudaginn. 21. júlí 2020 10:00
Pearson búinn að fá sparkið frá Watford Enskir fjölmiðlar greina frá því að Nigel Pearson hefur verið rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Watford í ensku úrvalsdeildinni. 19. júlí 2020 15:20
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti