Hlustar ekki á sögusagnir um skipti og líkar vel í báðum landsliðunum Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 07:35 Jón Dagur í leik með AGF fyrr á leiktíðinni. vísir/getty Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF og fyrirliði U21 árs landsliðsins, líkar vel hjá AGF, elskar ástríðuna í stuðningsmönnum félagsins og kippir sér ekki upp við sögusagnir um að hann sé á leið burt frá félaginu í sumar. Jón Dagur hefur verið öflugur á yfirstandandi leiktíð í Danmörku. Hann hefur skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar á leiktíðinni og hrifið spekinga þar í landi. AGF er í 2. sæti deildarinnar er tvær umferðir eru eftir. Liðið hefur nú þegar tryggt sér verðlaunasæti. Hann hefur bætt leik sinn eftir því sem hefur liðið á. Hann var 54% af leikjunum í byrjunarliðinu í deildarkeppninni en þegar í úrslitakeppninni var komið þá hefur hann byrjað flest alla leikina og spilað 80% af leiktímanum. Vi kan vist godt tåle et gensyn med #fckagf. Så er det godt, at der nu højdepunkter på AGF TV Herunder Mortensen og Højers flotte sejrsmål #ksdh https://t.co/EiosO4J3da pic.twitter.com/CIzaK1IL03— AGF (@AGFFodbold) July 20, 2020 „Gengið hefur komið á óvart. Stefnan var sett að komast í umspilið í topp sex en svo erum við búnir fara lengra en það. Þetta var meira en menn bjuggust við,“ sagði Jón Dagur í samtali við Vísi í dag en AGF vann til verðlauna í danska boltanum í ár í fyrsta skipti í rúma tvo áratugi. „Við erum með mjög gott lið. Þetta eru ekkert endilega bestu einstaklingarnir þó að við séum með góða leikmenn en okkar helsti styrkleiki er liðsheildin.“ Hann tók undir orð blaðamanns að hann hafi spilað betur eftir því sem lengra hefur liðið á tíma sinn hjá félaginu. „Algjörlega. Ég er búinn a vera spila meira undanfarið. Ég var inn og út í byrjun leiktíðarinnar. Eftir COVID er ég mjög búinn að vera mjög sáttur.“ „Ég stefni á að eiga enn betra tímabil á næsta tímabili. Ég hef fengið stærra hlutverk eftir COVID og er mjög sáttur með það.“ Jón Dagur Þorsteinsson í leiknum gegn Midtjylland þar sem HK-ingurinn skoraði þrjú mörk.vísir/getty Blóðheitir stuðningsmenn í fótboltabæ Þjálfari AGF er David Nielsen en hann er ansi ástríðufullur og lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni. Jóni Degi líkar vel að spila undir stjórn David, sem var einnig góður leikmaður á sínum knattspyrnuferli. „Hann er flottur og er mikill karakter. Hann er búinn að sýna að hann er mjög góður þjálfari og nær vel til leikmannanna sem eru hérna. Hann er mjög flottur fyrir þennan hóp og félagið.“ Hann er ánægður með að vera kominn til Danmerkur en hann er á sínu öðru tímabili í Danmörku eftir veru hjá unglingaliði Fulham þar áður. Hann lék með Vendssysel á síðustu leiktíð áður en hann gekk í raðir AGF síðasta sumar. „Danski boltinn er mjög „physical“ og þetta er mjög sterk deild, sérstaklega ef þú kemst í úrslitakeppnina þá eru þetta hörkuleikir. Eftir tímann hjá Vendsyssel þá var stefnan að komast í lið sem myndi berjast í efri hlutanum og það tókst.“ Ástríðan er rosaleg í stuðningsmönnum AGF. Til að mynda eftir sigurinn á FCK í vikunni tóku stuðningsmenn liðsins á móti liðinu með blysum, flugeldum og rosalegum látum en Jón Dagur segir að þetta sé mögnuð reynsla. „Það er geggjað að spila hérna. Það er góð stemning og alvöru stuðningsmenn. Menn eru blóðheitir og þetta er alvöru fótboltabær. Það er ekki búið að ganga vel síðustu 23 ár svo þetta þýddi mikið.“ Jón Dagur Þorsteinsson skorar fyrir U21 árs landsliðið í undankeppninni sem nú stendur yfir.vísir/bára Engan áhuga á að færa sig um set Jón Dagur vonast, eðlilega, eftir því að vera valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir verkefnin í september en liðið mætir þá Englandi, Danmörku og Rúmeníu á einni viku. Hann er þó einnig fyrirliði U21-árs landsliðsins sem er í fínum málum í sinni undankeppni. „Auðvitað vonast maður eftir því að fá kallið í A-landsliðið. Við erum þó líka í fínum málum í U21. Það er mjög gaman að spila þar líka en auðvitað langar manni að vera í A-landsliðinu þó að U21 sé einnig mjög spennandi.“ Samkvæmt heimildum eru lið frá bæði Þýskalandi og Hollandi að fylgjast með Jóni Degi en hann kippir sér ekki upp við það. „Ekki neitt. Mig langar að vera hér áfram og þróa minn leik.“ Jón Dagur er uppalinn í Kópavogi, HK-megin, en hann fylgist enn vel með liðinu. Hann er bjartsýnn á að liðið haldi sér uppi. „Þetta er ekkert búið að vera spes undanfarna leiki en þeir eru búnir að vera spila á móti erfiðum liðum. Fimm af sex leikjunum voru á móti toppliðum. Þetta hefur verið erfitt en þeir rífa sig í gang,“ sagði Jón Dagur brattur fyrir hönd uppeldisfélagsins. Kun en? Under alle omstændigheder fuldt fortjent plads på @Superligaen's rundens hold til @jondagur #ksdh https://t.co/YrSD8rbZxu pic.twitter.com/OblMjiDCOC— AGF (@AGFFodbold) June 23, 2020 Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF og fyrirliði U21 árs landsliðsins, líkar vel hjá AGF, elskar ástríðuna í stuðningsmönnum félagsins og kippir sér ekki upp við sögusagnir um að hann sé á leið burt frá félaginu í sumar. Jón Dagur hefur verið öflugur á yfirstandandi leiktíð í Danmörku. Hann hefur skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar á leiktíðinni og hrifið spekinga þar í landi. AGF er í 2. sæti deildarinnar er tvær umferðir eru eftir. Liðið hefur nú þegar tryggt sér verðlaunasæti. Hann hefur bætt leik sinn eftir því sem hefur liðið á. Hann var 54% af leikjunum í byrjunarliðinu í deildarkeppninni en þegar í úrslitakeppninni var komið þá hefur hann byrjað flest alla leikina og spilað 80% af leiktímanum. Vi kan vist godt tåle et gensyn med #fckagf. Så er det godt, at der nu højdepunkter på AGF TV Herunder Mortensen og Højers flotte sejrsmål #ksdh https://t.co/EiosO4J3da pic.twitter.com/CIzaK1IL03— AGF (@AGFFodbold) July 20, 2020 „Gengið hefur komið á óvart. Stefnan var sett að komast í umspilið í topp sex en svo erum við búnir fara lengra en það. Þetta var meira en menn bjuggust við,“ sagði Jón Dagur í samtali við Vísi í dag en AGF vann til verðlauna í danska boltanum í ár í fyrsta skipti í rúma tvo áratugi. „Við erum með mjög gott lið. Þetta eru ekkert endilega bestu einstaklingarnir þó að við séum með góða leikmenn en okkar helsti styrkleiki er liðsheildin.“ Hann tók undir orð blaðamanns að hann hafi spilað betur eftir því sem lengra hefur liðið á tíma sinn hjá félaginu. „Algjörlega. Ég er búinn a vera spila meira undanfarið. Ég var inn og út í byrjun leiktíðarinnar. Eftir COVID er ég mjög búinn að vera mjög sáttur.“ „Ég stefni á að eiga enn betra tímabil á næsta tímabili. Ég hef fengið stærra hlutverk eftir COVID og er mjög sáttur með það.“ Jón Dagur Þorsteinsson í leiknum gegn Midtjylland þar sem HK-ingurinn skoraði þrjú mörk.vísir/getty Blóðheitir stuðningsmenn í fótboltabæ Þjálfari AGF er David Nielsen en hann er ansi ástríðufullur og lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni. Jóni Degi líkar vel að spila undir stjórn David, sem var einnig góður leikmaður á sínum knattspyrnuferli. „Hann er flottur og er mikill karakter. Hann er búinn að sýna að hann er mjög góður þjálfari og nær vel til leikmannanna sem eru hérna. Hann er mjög flottur fyrir þennan hóp og félagið.“ Hann er ánægður með að vera kominn til Danmerkur en hann er á sínu öðru tímabili í Danmörku eftir veru hjá unglingaliði Fulham þar áður. Hann lék með Vendssysel á síðustu leiktíð áður en hann gekk í raðir AGF síðasta sumar. „Danski boltinn er mjög „physical“ og þetta er mjög sterk deild, sérstaklega ef þú kemst í úrslitakeppnina þá eru þetta hörkuleikir. Eftir tímann hjá Vendsyssel þá var stefnan að komast í lið sem myndi berjast í efri hlutanum og það tókst.“ Ástríðan er rosaleg í stuðningsmönnum AGF. Til að mynda eftir sigurinn á FCK í vikunni tóku stuðningsmenn liðsins á móti liðinu með blysum, flugeldum og rosalegum látum en Jón Dagur segir að þetta sé mögnuð reynsla. „Það er geggjað að spila hérna. Það er góð stemning og alvöru stuðningsmenn. Menn eru blóðheitir og þetta er alvöru fótboltabær. Það er ekki búið að ganga vel síðustu 23 ár svo þetta þýddi mikið.“ Jón Dagur Þorsteinsson skorar fyrir U21 árs landsliðið í undankeppninni sem nú stendur yfir.vísir/bára Engan áhuga á að færa sig um set Jón Dagur vonast, eðlilega, eftir því að vera valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir verkefnin í september en liðið mætir þá Englandi, Danmörku og Rúmeníu á einni viku. Hann er þó einnig fyrirliði U21-árs landsliðsins sem er í fínum málum í sinni undankeppni. „Auðvitað vonast maður eftir því að fá kallið í A-landsliðið. Við erum þó líka í fínum málum í U21. Það er mjög gaman að spila þar líka en auðvitað langar manni að vera í A-landsliðinu þó að U21 sé einnig mjög spennandi.“ Samkvæmt heimildum eru lið frá bæði Þýskalandi og Hollandi að fylgjast með Jóni Degi en hann kippir sér ekki upp við það. „Ekki neitt. Mig langar að vera hér áfram og þróa minn leik.“ Jón Dagur er uppalinn í Kópavogi, HK-megin, en hann fylgist enn vel með liðinu. Hann er bjartsýnn á að liðið haldi sér uppi. „Þetta er ekkert búið að vera spes undanfarna leiki en þeir eru búnir að vera spila á móti erfiðum liðum. Fimm af sex leikjunum voru á móti toppliðum. Þetta hefur verið erfitt en þeir rífa sig í gang,“ sagði Jón Dagur brattur fyrir hönd uppeldisfélagsins. Kun en? Under alle omstændigheder fuldt fortjent plads på @Superligaen's rundens hold til @jondagur #ksdh https://t.co/YrSD8rbZxu pic.twitter.com/OblMjiDCOC— AGF (@AGFFodbold) June 23, 2020
Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira