Afla gagna úr myndavélum og símkerfum fyrir leitina Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 11:54 Lýst var eftir Ílónu um miðnætti. Vísir/vilhelm/lögreglan Aðgerðastjórn björgunarsveita og lögreglu hafa fundað í morgun og unnið úr gögnum sem gætu hjálpað til við leitina að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur sem lýst var eftir í gærkvöldi. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á mánudagskvöld. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir leitarsvæðið hafa verið stækkað út eftir að lögregla fékk upplýsingar sem bentu til þess að hún gæti hafa farið austur á Húsavík. Leitarflokkar voru í kjölfarið kallaðir út og leituðu í nótt. „Símaupplýsingar gáfu til kynna að síminn hennar hafi verið í notkun. Út frá því erum við helst að vinna, það eru okkar helstu hjálpartæki þegar við erum í þessari stöðu – með litlar aðrar upplýsingar. Þá hjálpar það okkur hvar fólk hefur verið að nota símana sína,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Leitarhópar leituðu í nótt og fram undir morgun en að sögn Hermanns var þá útséð að ekki væri hægt að leita meir þar til frekari upplýsingar lægju fyrir. Var öllu leitarfólki gefin hvíld á meðan frekari upplýsinga var aflað og er gert ráð fyrir því að leit hefjist aftur um hádegisbil. „[Við erum] bæði að viða að okkur upplýsingum frá vegfarendum og úr ýmsum kerfum; myndavélum og slíku. Við sáum ekki ástæðu til að vera með fólk úti þannig við sendum alla í kvöld og væntum þess svo, þegar við fáum frekari upplýsingar um og eftir hádegi, að geta púslað saman menginu betur og fundið út hvar við skulum stíga niður fæti.“ Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Engar ábendingar hafa borist frá almenningi enn sem komið er en lögregla hvetur fólk til þess að hafa samband hafi það upplýsingar um ferðir hennar í síma 112. Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Norðurþing Tengdar fréttir Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Aðgerðastjórn björgunarsveita og lögreglu hafa fundað í morgun og unnið úr gögnum sem gætu hjálpað til við leitina að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur sem lýst var eftir í gærkvöldi. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á mánudagskvöld. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir leitarsvæðið hafa verið stækkað út eftir að lögregla fékk upplýsingar sem bentu til þess að hún gæti hafa farið austur á Húsavík. Leitarflokkar voru í kjölfarið kallaðir út og leituðu í nótt. „Símaupplýsingar gáfu til kynna að síminn hennar hafi verið í notkun. Út frá því erum við helst að vinna, það eru okkar helstu hjálpartæki þegar við erum í þessari stöðu – með litlar aðrar upplýsingar. Þá hjálpar það okkur hvar fólk hefur verið að nota símana sína,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Leitarhópar leituðu í nótt og fram undir morgun en að sögn Hermanns var þá útséð að ekki væri hægt að leita meir þar til frekari upplýsingar lægju fyrir. Var öllu leitarfólki gefin hvíld á meðan frekari upplýsinga var aflað og er gert ráð fyrir því að leit hefjist aftur um hádegisbil. „[Við erum] bæði að viða að okkur upplýsingum frá vegfarendum og úr ýmsum kerfum; myndavélum og slíku. Við sáum ekki ástæðu til að vera með fólk úti þannig við sendum alla í kvöld og væntum þess svo, þegar við fáum frekari upplýsingar um og eftir hádegi, að geta púslað saman menginu betur og fundið út hvar við skulum stíga niður fæti.“ Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Engar ábendingar hafa borist frá almenningi enn sem komið er en lögregla hvetur fólk til þess að hafa samband hafi það upplýsingar um ferðir hennar í síma 112.
Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Norðurþing Tengdar fréttir Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43