Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júlí 2020 07:30 Íslendingarnir sex sem léku mest í Danmörku á leiktíðinni. vísir/getty Senn líður að lokum í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en tvær umferðir eru eftir af deildinni. Íslendingalið enda í þremur efstu sætum deildarinnar og Íslendingarlið varð einnig bikarmeistari - svo strákarnir okkar hafa sett sitt mark á leiktíðina í Danmörku. FC Midtjylland, með Mikael Anderson innan borðs, er danskur meistari og þeir Jón Dagur Þorsteinsson, hjá AGF, og Ragnar Sigurðsson, hjá FCK, og eru í 2. og 3. sætinu. Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson urðu svo bikarmeistarar með SønderjyskE. Í tilefni þess að deildin er senn á enda þá ákvað Vísir að slá á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltann; Kenneth Jensen, ritstjóra Tipsbladet.dk og Lasse Vøge hjá BT. Þeir voru beðnir um að segja nokkur orð um frammistöðu Íslendinganna og það er ljóst að á svörum þeirra að þeir hafa séð frammistöður Íslendinganna mismunandi augum. Mikael Anderson - Midtjylland (danskur meistari / 30 deildarleikir, 4 mörk) „Tímabilið þar sem hann braust í gegn. Við höfum alltaf vitað að þarna var góður leikmaður en hann sýndi það hjá Vendssyssel að hann er með hraða og kraft. Hann er byrjaður að skapa meira og spilaði 29 leiki fyrir meistaraliðið sem er með mjög góða leikmenn fram á við. Tímabilið þar sem hann skaust fram á sjónarsviðið er lýsingin á tímabilinu hjá Mikael,“ sagði Lasse. „Hann snéri til baka frá Hollandi og fékk tækifærið á undirbúningstímabilinu. Ég held að það hafi ekki legið í loftinu að hann myndi stela byrjunarliðssæti en hann gerði það. Hann er mikilvægur leikmaður hjá Brian Priske [þjálfara FCM]. Hann er vinnusamur og er mikilvægur leikmaður í skyndisóknum FC Midtjylland. Hann hefur skorað fjórum sinnum á leiktíðinni en ætti að skora meira. Hann hefur heldur ekki gefið margar stoðsendingar, svo þó að hann sé orðinn danskur meistari, þá getur hann bætt sig. Hann gæti verið í hættu að missa sætið sitt ef FCM fer á leikmannamarkaðinn,“ sagði Kenneth. Eggert Gunnþór fagnar bikarmeistaratitlinum.mynd/total football Eggert Jónsson - SønderjyskE (10. sæti, bikarmeistari / 27 deildarleikir, 1 mark) „Mikilvægur hlekkur í liði Sønderjyske sem vann bikarinn. Í úrslitaleiknum í bikarnum var hann stórkostlegur. Þú færð rosalega orku frá honum og hann gerir nánast aldrei mistök. Lukas Andersson [leikmaður AaB] hugsar örugglega enn um hann frá því í úrslitaleiknum. Fínasta tímabil hjá Eggerti,“ sagði Lasse. „Gengi Sønderjyske hefur verið upp og niður og það sama getur maður sagt um Eggert Jónsson. Hann hefur heilt yfir skilað góðri vinnu á miðju liðsins og hann byrjar inn á í hvert einasta skipti, svo það sést að hann er mikilvægur leikmaður fyrir Glen Riddersholm [þjálfari Sönderjyske]. Hann er ekki leikmaður sem stelur fyrirsögnunum en er mikilvægur maður hjá Sönderjyske,“ sagði Kenneth. .@jondagur um lífið og tilveruna í Danmörku, íslensk landsliðið og HK.https://t.co/NI58B6Kxfx— Sportið á Vísi (@VisirSport) July 22, 2020 Jón Dagur Þorsteinsson - AGF (2. sæti / 29 deildarleikir, 8 mörk) „Þorsteinsson er sá íslenski leikmaður sem við höfum tekið mest eftir. Hann hefur verið fastamaður í liði AGF sem hefur komið öllum á óvart í deildinni. Hann er gríðarlega vinnusamur, fljótur og ég hugsa að margir varnarmenn fái martraðir eftir leiki gegn honum. Sérstaklega varnarmenn Midtjylland en fimm af átta mörkum hans komu gegn Midtjylland. Það er örugglega hræðilegt að spila gegn honum og hann hefur staðið sig frábærlega með AGF,“ sagði Lasse. „Besti íslenski leikmaðurinn á tímabilinu. Hann var mjög góður með Vendsyssel í fyrra og maður skilur afhverju AGF náði í hann. Hann spilar gróft og fer stundum yfir strikið en hann hefur fengið sjö gul á tímabilinu. Hann verður betri og betri hjá AGF og það kæmi ekki á óvart ef hann yrði enn betri á næstu leiktíð þar sem hans tveir helstu keppinautar [Jakob Ankersen og Mustapha Bundu] gætu verið á leið frá félaginu. Hefur í tvígang verið í liði umferðarinnar á þessari leiktíð,“ sagði Kenneth. Nu er Ragnar Sigurdsson så ikke længere FC Københavns seneste nye spiller, men interviewet med ham i dagens udgave er nu alligevel værd at samle på - om FC København, København og hvad der fik ham fra Rusland. + tilbagekig på gode januar-transfers i Superligaen og meget andet. pic.twitter.com/kWHxp2GNhk— Troels Bager Thøgersen (@TroelsBagerT) January 24, 2020 Ragnar Sigurðsson - FCK (3. sæti / 3 deildarleikir, 0 mörk) „Sneri aftur til félagsins í janúar sem hetja. Einn vinsælasti leikmaðurinn í FCK á meðal stuðningsmanna félagsins. Hann er hins vegar í baráttu við einn launahæsta leikmann deildarinnar sem FCK getur varla verið með á bekknum [Andreas Bjelland] og Victor Nelsson sem er að banka á dyrnar í danska landsliðinu. Hann hefur þó spilað leikina þar sem FCK spilaði best í, gegn Celtic í Evrópudeildinni, og stóð sig vel. Hann var fenginn inn með reynslu úr danska boltanum og hefur líklega skilað því sem hann var fenginn til þess að gera,“ sagði Lasse. „Þetta hefur ekki verið góð endurkoma hjá Ragnari. Það verður maður bara að segjast. Hann hefur ekki náð að halda sér heilum og því hefur hann lítið spilað en hann hefur náð að spila 117 mínútur í Superligunni. Nú er hann einnig meiddur. Það liggur í loftinu að samningur hans verði ekki framlengdur,“ sagði Kenneth. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby hafa tapað tveimur leikjum í röð í dönsku úrvalsdeildinni.vísir/getty Hjörtur Hermannsson - Brøndby (4. sæti / 23 deildarleikir, 0 mörk) „Hann stóð sig á þessari leiktíð eins og á þeirri síðustu. Hann er ekki fastur maður í liðinu, er inn og út úr því, en þegar hann spilar þá er hann aldrei tekinn út af. Hann getur líka spilað sem hægri bakvörður og er grjótharður varnarmaður sem á enn eftir að slá í gegn hjá Brøndby. Hann hefur þó haft stóra karaktera við hlið sér á tíma sínum hjá Brøndby sem hann hefur staðið í skugganum á en er þó mikilvægur hlekkur í liðinu,“ sagði Lasse. „Þetta hefur verið upp og niður hjá Hirti í Brøndby. Bæði á þessari leiktíð og hinum tveimur. Hann hefur aldrei verið mjög, mjög öruggur með byrjunarliðssæti. Þegar Brøndby skipti yfir í þriggja manna vörn fyrr á tímabilinu þá hefur hann þó verið fastur maður en ég hugsa að hann er fjórða val þegar allir eru heilir. Það er upplagt að Bröndby reyni að selja hann í sumar þar sem hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum hjá félaginu,“ sagði Kenneth. Vores fans fortjener det, sagde Aron Elís Thrándarson efter den herlige sejr på 2 -0 over @SEfodbold Se hele islændingens interview på https://t.co/6ylUEeZI2W #stribetforlivet #obdk #obsje #sldk pic.twitter.com/OK9ZV0os81— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) June 18, 2020 Aron Elís Þrándarson - OB (7. - 8. sæti / 8 deildarleikir, 1 mark) „Það voru stórar væntingar til Arons. Hann er mikill baráttumaður og er með mikla líkamlega burði. Hann var óheppinn í upphafi tíma síns hjá OB þar sem hann var nýbúinn að skora en meiddist svo og hefur verið inn og út. Hann hjálpar OB í föstum leikatriðum, varnar- og sóknarlega, og gefur allt í hvern einasta leik svo hann mun nýtast OB vel og verða vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins,“ sagði Lasse. „Hann byrjaði vel hjá OB og var duglegur að ógna inn í markteig andstæðinganna sem OB hefur lengi saknað frá miðjumönnum sínum. Hlaup hans bak við varnir andstæðinganna hafa hentað OB vel og hann hefur verið að skora og leggja upp. Ef maður ætti að gagnrýna hann fyrir eitthvað er það að hann hefur ekki skorað nægilega mikið. Hann meiddist svo stuttu eftir kórónuveiruhléið en hann mun fá fullt af leikjum á næstu leiktíð,“ sagði Kenneth. * Ísak Óli Ólafsson [SönderjyskE] og Frederik Schram [Lyngby] léku bara einn leik í deildarkeppninni þetta tímabilið. Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Senn líður að lokum í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en tvær umferðir eru eftir af deildinni. Íslendingalið enda í þremur efstu sætum deildarinnar og Íslendingarlið varð einnig bikarmeistari - svo strákarnir okkar hafa sett sitt mark á leiktíðina í Danmörku. FC Midtjylland, með Mikael Anderson innan borðs, er danskur meistari og þeir Jón Dagur Þorsteinsson, hjá AGF, og Ragnar Sigurðsson, hjá FCK, og eru í 2. og 3. sætinu. Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson urðu svo bikarmeistarar með SønderjyskE. Í tilefni þess að deildin er senn á enda þá ákvað Vísir að slá á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltann; Kenneth Jensen, ritstjóra Tipsbladet.dk og Lasse Vøge hjá BT. Þeir voru beðnir um að segja nokkur orð um frammistöðu Íslendinganna og það er ljóst að á svörum þeirra að þeir hafa séð frammistöður Íslendinganna mismunandi augum. Mikael Anderson - Midtjylland (danskur meistari / 30 deildarleikir, 4 mörk) „Tímabilið þar sem hann braust í gegn. Við höfum alltaf vitað að þarna var góður leikmaður en hann sýndi það hjá Vendssyssel að hann er með hraða og kraft. Hann er byrjaður að skapa meira og spilaði 29 leiki fyrir meistaraliðið sem er með mjög góða leikmenn fram á við. Tímabilið þar sem hann skaust fram á sjónarsviðið er lýsingin á tímabilinu hjá Mikael,“ sagði Lasse. „Hann snéri til baka frá Hollandi og fékk tækifærið á undirbúningstímabilinu. Ég held að það hafi ekki legið í loftinu að hann myndi stela byrjunarliðssæti en hann gerði það. Hann er mikilvægur leikmaður hjá Brian Priske [þjálfara FCM]. Hann er vinnusamur og er mikilvægur leikmaður í skyndisóknum FC Midtjylland. Hann hefur skorað fjórum sinnum á leiktíðinni en ætti að skora meira. Hann hefur heldur ekki gefið margar stoðsendingar, svo þó að hann sé orðinn danskur meistari, þá getur hann bætt sig. Hann gæti verið í hættu að missa sætið sitt ef FCM fer á leikmannamarkaðinn,“ sagði Kenneth. Eggert Gunnþór fagnar bikarmeistaratitlinum.mynd/total football Eggert Jónsson - SønderjyskE (10. sæti, bikarmeistari / 27 deildarleikir, 1 mark) „Mikilvægur hlekkur í liði Sønderjyske sem vann bikarinn. Í úrslitaleiknum í bikarnum var hann stórkostlegur. Þú færð rosalega orku frá honum og hann gerir nánast aldrei mistök. Lukas Andersson [leikmaður AaB] hugsar örugglega enn um hann frá því í úrslitaleiknum. Fínasta tímabil hjá Eggerti,“ sagði Lasse. „Gengi Sønderjyske hefur verið upp og niður og það sama getur maður sagt um Eggert Jónsson. Hann hefur heilt yfir skilað góðri vinnu á miðju liðsins og hann byrjar inn á í hvert einasta skipti, svo það sést að hann er mikilvægur leikmaður fyrir Glen Riddersholm [þjálfari Sönderjyske]. Hann er ekki leikmaður sem stelur fyrirsögnunum en er mikilvægur maður hjá Sönderjyske,“ sagði Kenneth. .@jondagur um lífið og tilveruna í Danmörku, íslensk landsliðið og HK.https://t.co/NI58B6Kxfx— Sportið á Vísi (@VisirSport) July 22, 2020 Jón Dagur Þorsteinsson - AGF (2. sæti / 29 deildarleikir, 8 mörk) „Þorsteinsson er sá íslenski leikmaður sem við höfum tekið mest eftir. Hann hefur verið fastamaður í liði AGF sem hefur komið öllum á óvart í deildinni. Hann er gríðarlega vinnusamur, fljótur og ég hugsa að margir varnarmenn fái martraðir eftir leiki gegn honum. Sérstaklega varnarmenn Midtjylland en fimm af átta mörkum hans komu gegn Midtjylland. Það er örugglega hræðilegt að spila gegn honum og hann hefur staðið sig frábærlega með AGF,“ sagði Lasse. „Besti íslenski leikmaðurinn á tímabilinu. Hann var mjög góður með Vendsyssel í fyrra og maður skilur afhverju AGF náði í hann. Hann spilar gróft og fer stundum yfir strikið en hann hefur fengið sjö gul á tímabilinu. Hann verður betri og betri hjá AGF og það kæmi ekki á óvart ef hann yrði enn betri á næstu leiktíð þar sem hans tveir helstu keppinautar [Jakob Ankersen og Mustapha Bundu] gætu verið á leið frá félaginu. Hefur í tvígang verið í liði umferðarinnar á þessari leiktíð,“ sagði Kenneth. Nu er Ragnar Sigurdsson så ikke længere FC Københavns seneste nye spiller, men interviewet med ham i dagens udgave er nu alligevel værd at samle på - om FC København, København og hvad der fik ham fra Rusland. + tilbagekig på gode januar-transfers i Superligaen og meget andet. pic.twitter.com/kWHxp2GNhk— Troels Bager Thøgersen (@TroelsBagerT) January 24, 2020 Ragnar Sigurðsson - FCK (3. sæti / 3 deildarleikir, 0 mörk) „Sneri aftur til félagsins í janúar sem hetja. Einn vinsælasti leikmaðurinn í FCK á meðal stuðningsmanna félagsins. Hann er hins vegar í baráttu við einn launahæsta leikmann deildarinnar sem FCK getur varla verið með á bekknum [Andreas Bjelland] og Victor Nelsson sem er að banka á dyrnar í danska landsliðinu. Hann hefur þó spilað leikina þar sem FCK spilaði best í, gegn Celtic í Evrópudeildinni, og stóð sig vel. Hann var fenginn inn með reynslu úr danska boltanum og hefur líklega skilað því sem hann var fenginn til þess að gera,“ sagði Lasse. „Þetta hefur ekki verið góð endurkoma hjá Ragnari. Það verður maður bara að segjast. Hann hefur ekki náð að halda sér heilum og því hefur hann lítið spilað en hann hefur náð að spila 117 mínútur í Superligunni. Nú er hann einnig meiddur. Það liggur í loftinu að samningur hans verði ekki framlengdur,“ sagði Kenneth. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby hafa tapað tveimur leikjum í röð í dönsku úrvalsdeildinni.vísir/getty Hjörtur Hermannsson - Brøndby (4. sæti / 23 deildarleikir, 0 mörk) „Hann stóð sig á þessari leiktíð eins og á þeirri síðustu. Hann er ekki fastur maður í liðinu, er inn og út úr því, en þegar hann spilar þá er hann aldrei tekinn út af. Hann getur líka spilað sem hægri bakvörður og er grjótharður varnarmaður sem á enn eftir að slá í gegn hjá Brøndby. Hann hefur þó haft stóra karaktera við hlið sér á tíma sínum hjá Brøndby sem hann hefur staðið í skugganum á en er þó mikilvægur hlekkur í liðinu,“ sagði Lasse. „Þetta hefur verið upp og niður hjá Hirti í Brøndby. Bæði á þessari leiktíð og hinum tveimur. Hann hefur aldrei verið mjög, mjög öruggur með byrjunarliðssæti. Þegar Brøndby skipti yfir í þriggja manna vörn fyrr á tímabilinu þá hefur hann þó verið fastur maður en ég hugsa að hann er fjórða val þegar allir eru heilir. Það er upplagt að Bröndby reyni að selja hann í sumar þar sem hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum hjá félaginu,“ sagði Kenneth. Vores fans fortjener det, sagde Aron Elís Thrándarson efter den herlige sejr på 2 -0 over @SEfodbold Se hele islændingens interview på https://t.co/6ylUEeZI2W #stribetforlivet #obdk #obsje #sldk pic.twitter.com/OK9ZV0os81— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) June 18, 2020 Aron Elís Þrándarson - OB (7. - 8. sæti / 8 deildarleikir, 1 mark) „Það voru stórar væntingar til Arons. Hann er mikill baráttumaður og er með mikla líkamlega burði. Hann var óheppinn í upphafi tíma síns hjá OB þar sem hann var nýbúinn að skora en meiddist svo og hefur verið inn og út. Hann hjálpar OB í föstum leikatriðum, varnar- og sóknarlega, og gefur allt í hvern einasta leik svo hann mun nýtast OB vel og verða vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins,“ sagði Lasse. „Hann byrjaði vel hjá OB og var duglegur að ógna inn í markteig andstæðinganna sem OB hefur lengi saknað frá miðjumönnum sínum. Hlaup hans bak við varnir andstæðinganna hafa hentað OB vel og hann hefur verið að skora og leggja upp. Ef maður ætti að gagnrýna hann fyrir eitthvað er það að hann hefur ekki skorað nægilega mikið. Hann meiddist svo stuttu eftir kórónuveiruhléið en hann mun fá fullt af leikjum á næstu leiktíð,“ sagði Kenneth. * Ísak Óli Ólafsson [SönderjyskE] og Frederik Schram [Lyngby] léku bara einn leik í deildarkeppninni þetta tímabilið.
Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira