Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 23:38 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty/Jabin Botsford Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. Forsetinn hefur undanfarið sent löggæslu fulltrúa alríkisstjórnarinnar til borga sem eiga það sameiginlegt að vera undir stjórn demókrata með það að markmiði að kveða niður glæpi og mótmæli. Hefur forsetinn sagt borgirnar stjórnlausar. Forsetinn hélt því áfram á blaðamannafundi í dag og sagði aftur að borgirnar væru stjórnlausar og kenndi róttækum vinstri mönnum um hvernig staðan væri. Trump sagði að undanfarnar vikur hefðu verið gerðar tilraunir til að draga úr löggæslu landsins og sakaði hann hreyfingarnar sem staðið hafa að baki því um að stuðla að aukningu á skotárásum, morðum og hryllilegum ofbeldisglæpum. „Blóðsúthellingunum þarf að linna. Blóðsúthellingunum mun linna,“ sagði forsetinn. AP segir að Trump forseti horfi til stöðunnar sem mögulegs kosningamáls eftir að hagkerfi Bandaríkjanna beið hnekki vegna kórónuveirunnar. Talið er víst að Trump hugðist gera árangur í efnahagsmálum að sínu helsta kosningamáli í baráttunni fyrir endurkjöri. Nú hefur forsetinn hins vegar lýst því yfir að ef Joe Biden verði kjörinn í nóvember fari landið til helvítis í ofbeldisöldu. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, kvaðst í fyrstu vera mótfallin því að alríkislögreglumenn yrðu sendir til borgarinnar. Seinna greindi hún þó frá því að hún hafi rætt við yfirvöld og að samkomulag hefði náðst. „Ég hefur verið mjög skýr um að við tökum vel í samvinnu en ekki einræði. Við samþykkjum ekki handtökur þvert á stjórnarskrá og frelsissviptingar íbúa borgarinnar,“ sagði Lightfoot. Öldungadeildarþingmaðurinn Martin Heinrich frá Nýju Mexíkó var gagnrýninn á aðgerðir forsetans og kallaði eftir því að lögreglustjórinn í Bernalillosýslu Nýju Mexíkó, þar sem Albuquerque er að finna, segði af sér. „Í stað þess að vinna með lögregluyfirvöldum í Albuquerque hefur lögreglustjórinn veitt stormsveitum forsetans inngöngu í borgina,“ sagði Heinrich. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. Forsetinn hefur undanfarið sent löggæslu fulltrúa alríkisstjórnarinnar til borga sem eiga það sameiginlegt að vera undir stjórn demókrata með það að markmiði að kveða niður glæpi og mótmæli. Hefur forsetinn sagt borgirnar stjórnlausar. Forsetinn hélt því áfram á blaðamannafundi í dag og sagði aftur að borgirnar væru stjórnlausar og kenndi róttækum vinstri mönnum um hvernig staðan væri. Trump sagði að undanfarnar vikur hefðu verið gerðar tilraunir til að draga úr löggæslu landsins og sakaði hann hreyfingarnar sem staðið hafa að baki því um að stuðla að aukningu á skotárásum, morðum og hryllilegum ofbeldisglæpum. „Blóðsúthellingunum þarf að linna. Blóðsúthellingunum mun linna,“ sagði forsetinn. AP segir að Trump forseti horfi til stöðunnar sem mögulegs kosningamáls eftir að hagkerfi Bandaríkjanna beið hnekki vegna kórónuveirunnar. Talið er víst að Trump hugðist gera árangur í efnahagsmálum að sínu helsta kosningamáli í baráttunni fyrir endurkjöri. Nú hefur forsetinn hins vegar lýst því yfir að ef Joe Biden verði kjörinn í nóvember fari landið til helvítis í ofbeldisöldu. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, kvaðst í fyrstu vera mótfallin því að alríkislögreglumenn yrðu sendir til borgarinnar. Seinna greindi hún þó frá því að hún hafi rætt við yfirvöld og að samkomulag hefði náðst. „Ég hefur verið mjög skýr um að við tökum vel í samvinnu en ekki einræði. Við samþykkjum ekki handtökur þvert á stjórnarskrá og frelsissviptingar íbúa borgarinnar,“ sagði Lightfoot. Öldungadeildarþingmaðurinn Martin Heinrich frá Nýju Mexíkó var gagnrýninn á aðgerðir forsetans og kallaði eftir því að lögreglustjórinn í Bernalillosýslu Nýju Mexíkó, þar sem Albuquerque er að finna, segði af sér. „Í stað þess að vinna með lögregluyfirvöldum í Albuquerque hefur lögreglustjórinn veitt stormsveitum forsetans inngöngu í borgina,“ sagði Heinrich.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira