Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni innan lögreglunnar á Suðurnesjum ætti að víkja Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2020 18:30 Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. Dómsmálaráðherra segir starfsmannamál innan lögreglunnar á Suðurnesjum til meðferðar hjá ráðuneytinu. Unnið sé að lausn þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti. Ráðherra ætlar sér ekki að tjá sig meðan sú vinna fer fram. Málið varðar deilur Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum og fjögurra stjórnenda innan embættisins hans, sem eru sagðir leiddir af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðings. Alvarlega ásakanir hafa gengið þar á milli. Hefur ráðherra beðið Ólaf Helga um að láta af störfum en hann varð ekki við þeirri beiðni. Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist treysta því að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti. „Nú ætla ég ekki að taka efnislega afstöðu í deilunni það er hins vegar algjörlega óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á þessu síendurteknu deilur, illvígu átök og samstarfsörðugleika hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar í landinu. Ég treysti því að það verði tekið á þessu með viðeigandi hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis en sú nefnd fer með málefni lögreglu á þingi. Hann segir þessa deilu vekja tilefni til að endurskoða hæfnikröfur til æðstu stjórnenda lögreglunnar. „Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti hjá lögreglunni. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,“ segir Páll. Hann óttast að málið rýri traust til lögreglunnar. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta rýri traust og það er nauðsynlegt fyrir lögregluna sjálfa, lífsnauðsynlegt, að þjóðin beri traust til hennar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta borið traust til lögreglunnar. Ég bara held og treysti því að ráðherra sé að taka á þessu með röggsömum og afgerandi hætti.“ Honum finnst liggja í augum uppi að finna hver beri ábyrgð á þessari stöðu innan embættisins. „Mér finnst eiginlega liggja í augum uppi að það verði með einhverjum hætti að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessari stöðu sem er komin upp hjá embætti lögreglustjórans og sá eða þeir sem bera þessa ábyrgð, einfaldlega víki, ég get ekki séð að það sé nein önnur leið í þessu.“ Lögreglan Alþingi Reykjanesbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. Dómsmálaráðherra segir starfsmannamál innan lögreglunnar á Suðurnesjum til meðferðar hjá ráðuneytinu. Unnið sé að lausn þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti. Ráðherra ætlar sér ekki að tjá sig meðan sú vinna fer fram. Málið varðar deilur Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum og fjögurra stjórnenda innan embættisins hans, sem eru sagðir leiddir af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðings. Alvarlega ásakanir hafa gengið þar á milli. Hefur ráðherra beðið Ólaf Helga um að láta af störfum en hann varð ekki við þeirri beiðni. Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist treysta því að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti. „Nú ætla ég ekki að taka efnislega afstöðu í deilunni það er hins vegar algjörlega óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á þessu síendurteknu deilur, illvígu átök og samstarfsörðugleika hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar í landinu. Ég treysti því að það verði tekið á þessu með viðeigandi hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis en sú nefnd fer með málefni lögreglu á þingi. Hann segir þessa deilu vekja tilefni til að endurskoða hæfnikröfur til æðstu stjórnenda lögreglunnar. „Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti hjá lögreglunni. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,“ segir Páll. Hann óttast að málið rýri traust til lögreglunnar. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta rýri traust og það er nauðsynlegt fyrir lögregluna sjálfa, lífsnauðsynlegt, að þjóðin beri traust til hennar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta borið traust til lögreglunnar. Ég bara held og treysti því að ráðherra sé að taka á þessu með röggsömum og afgerandi hætti.“ Honum finnst liggja í augum uppi að finna hver beri ábyrgð á þessari stöðu innan embættisins. „Mér finnst eiginlega liggja í augum uppi að það verði með einhverjum hætti að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessari stöðu sem er komin upp hjá embætti lögreglustjórans og sá eða þeir sem bera þessa ábyrgð, einfaldlega víki, ég get ekki séð að það sé nein önnur leið í þessu.“
Lögreglan Alþingi Reykjanesbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira