Enski boltinn

Lovren á leið til Rússlands | Romero á leið til Leeds?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dejan Lovren fagnar fyrsta Englandsmeistaratitli Liverpool í 30 ár.
Dejan Lovren fagnar fyrsta Englandsmeistaratitli Liverpool í 30 ár. Paul Ellis/Getty Images

Dejan Lovren, varnarmaður Englandsmeistara Liverpool, er á leið til Rússlandsmeistara Zenit St. Pétursborgar.

The Guardian greindi frá.

Sex ára ferill Dejan Lovren hjá Liverpool er á enda en Króatinn er við það að ganga til liðs við Rússlandsmeistara Zenit St. Pétursborgar. Liverpool ákvað nýverið að nýta sér ákvæði í samningi Lovren og framlengdu þar með samning hans til sumarsins 2022.

Það gerðu þeir til að fá meiri aur í kassann og virðist það vera rétt ákvörðun. Mun Zenit borga rúmar 12 milljónir evra fyrir varnarmanninn. Eru það tæplega tveir milljarðar íslenskra króna.

Hinn 31 árs gmali Lovren hefur leikið alls 15 leiki með Liverpool á leiktíðinni, þar af níu í úrvalsdeildinni. Sem stendur er hann þó fyrir aftan Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joël Matip í goggunarröðinni.

Lovren hefur leikið 185 leiki fyrir Liverpool síðan hann kom frá Southamtpon sumarið 2014.

Romero hefur lítið fengið að spreyta sig milli stanganna nema á æfingasvæðinu.Matthew Peters/Getty Images

Þá eru orðrómar þess efnis að Sergio Romero sé að hugsa sér til hreyfings eftir að hafa ekki fengið að spila leik Manchester United og Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins. Er talið að hann gæti gengið til liðs við nýliða Leeds United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×