Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 10:30 Rúrik Gíslason yfirgaf Sandhausen í sumar eftir stormasamt samband. VÍSIR/GETTY Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. „Orðið á götunni er að Rúrik sé með tilboð og að það sé alvöru tilboð,“ sagði Guðmundur Benediktsson um sögusagnir þess efnis að Rúrik gæti verið á leið í Fossvoginn. Rúrik, sem á að baki 53 A-landsleiki, er samningslaus eftir að hafa síðast leikið með Sandhausen í Þýskalandi. Hann er 32 ára gamall og hefur spilað erlendis síðustu 15 ár, eða frá því að hann yfirgaf HK árið 2005. „Ég hef heyrt þetta líka,“ sagði Hjörvar Hafliðason um orðróminn og benti á að Rúrik hefði verið á Kópavogsslag HK og Breiðabliks. Þeir Þorkell Máni Pétursson virtust telja vel mögulegt að Rúrik kæmi inn í Pepsi Max-deildina í sumar: „Ég heillaðist fyrst af þessum leikmanni í HK-búningi þegar hann var pínulítill – ótrúlega teknískur og góður leikmaður. Ef hann ætlar að spila einhvers staðar vil ég bara sjá hann í HK-búningi. Ef hann ætlar að klára ferilinn með einhverjum stæl þá klárar hann ferilinn heima og sendir skilaboð á ungu peyjana sem eru þar,“ sagði Máni. „Svo getur vel verið að hann sé hættur í fótbolta,“ sagði Hjörvar. Stefán Teitur til Breiðabliks? Sérfræðingarnir fóru yfir fleiri staðfest og möguleg félagaskipti, til að mynda hjá FH þar sem Eggert Gunnþór Jónsson er nú mættur. Björn Berg Bryde, Emil Hallfreðsson og Matthías Vilhjálmsson gætu einnig verið á leið í Kaplakrikann. Stefán Teitur Þórðarson er orðaður við Breiðablik „og það eru einhverjar sögusagnir um að það gæti gerst í félagaskiptaglugganum,“ sagði Guðmundur, en Hjörvar taldi engar líkur á að það gengi eftir. Umræðuna um félagaskiptamarkaðinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Félagaskiptamarkaðurinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi Rúrik Gíslason leitar ýmsa leiða meðan hann leitar að nýju liði til að spila með. 16. júlí 2020 14:30 Rúrik útilokar ekki að spila í Pepsi Max deildinni í sumar „Er ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur,“ sagði Rúrik Gíslason aðspurður hvort það gæti farið svo að hann muni spila í Pepsi Max deildinni í sumar. 10. júlí 2020 19:00 Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. „Orðið á götunni er að Rúrik sé með tilboð og að það sé alvöru tilboð,“ sagði Guðmundur Benediktsson um sögusagnir þess efnis að Rúrik gæti verið á leið í Fossvoginn. Rúrik, sem á að baki 53 A-landsleiki, er samningslaus eftir að hafa síðast leikið með Sandhausen í Þýskalandi. Hann er 32 ára gamall og hefur spilað erlendis síðustu 15 ár, eða frá því að hann yfirgaf HK árið 2005. „Ég hef heyrt þetta líka,“ sagði Hjörvar Hafliðason um orðróminn og benti á að Rúrik hefði verið á Kópavogsslag HK og Breiðabliks. Þeir Þorkell Máni Pétursson virtust telja vel mögulegt að Rúrik kæmi inn í Pepsi Max-deildina í sumar: „Ég heillaðist fyrst af þessum leikmanni í HK-búningi þegar hann var pínulítill – ótrúlega teknískur og góður leikmaður. Ef hann ætlar að spila einhvers staðar vil ég bara sjá hann í HK-búningi. Ef hann ætlar að klára ferilinn með einhverjum stæl þá klárar hann ferilinn heima og sendir skilaboð á ungu peyjana sem eru þar,“ sagði Máni. „Svo getur vel verið að hann sé hættur í fótbolta,“ sagði Hjörvar. Stefán Teitur til Breiðabliks? Sérfræðingarnir fóru yfir fleiri staðfest og möguleg félagaskipti, til að mynda hjá FH þar sem Eggert Gunnþór Jónsson er nú mættur. Björn Berg Bryde, Emil Hallfreðsson og Matthías Vilhjálmsson gætu einnig verið á leið í Kaplakrikann. Stefán Teitur Þórðarson er orðaður við Breiðablik „og það eru einhverjar sögusagnir um að það gæti gerst í félagaskiptaglugganum,“ sagði Guðmundur, en Hjörvar taldi engar líkur á að það gengi eftir. Umræðuna um félagaskiptamarkaðinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Félagaskiptamarkaðurinn
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi Rúrik Gíslason leitar ýmsa leiða meðan hann leitar að nýju liði til að spila með. 16. júlí 2020 14:30 Rúrik útilokar ekki að spila í Pepsi Max deildinni í sumar „Er ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur,“ sagði Rúrik Gíslason aðspurður hvort það gæti farið svo að hann muni spila í Pepsi Max deildinni í sumar. 10. júlí 2020 19:00 Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi Rúrik Gíslason leitar ýmsa leiða meðan hann leitar að nýju liði til að spila með. 16. júlí 2020 14:30
Rúrik útilokar ekki að spila í Pepsi Max deildinni í sumar „Er ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur,“ sagði Rúrik Gíslason aðspurður hvort það gæti farið svo að hann muni spila í Pepsi Max deildinni í sumar. 10. júlí 2020 19:00
Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00