Kíktu í heimsókn til Rashford: Skelfilegur kokkur sem hjólar í gufubaði á undirbúningstímabilinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 08:40 Marcus Rashford átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Leila Coker/Getty Images Marcus Rashford, einn allra besti leikmaður Manchester United í dag, hefur látið að sér kveða bæði innan sem utan vallar undanfarið ár. Ásamt því að vera einn besti leikmaður liðsins þá hefur hann haft mikil áhrif á samfélagið í Englandi. Því til sönnunar þá fékk hann heiðursgráðu frá háskólanum í Manchester-borg. To the staff, volunteers and everyone that continues to work behind the scenes to make a difference THANK YOU! The world needs more people like you. Let s keep going, the fight is far from over @FareShareUK pic.twitter.com/WVT4d3t97E— Marcus Rashford (@MarcusRashford) July 28, 2020 Sam Tighe hjá íþróttamiðlinum Bleacher Report fékk að kíkja í heimsókn til Rashford sem býr í miðborg Manchester-borgar. Þar kemur fram að mamma hins 22 ára gamla Rashford sá að mestu um að kaupa inn í íbúðina enda er fjölskylda hans mikið hjá honum. Aðspurður hversu oft hann notaði eldavélina í eldhúsinu hjá sér var svarið í styttri kantinum. „Aldrei.“ Rashford viðurkenndi í kjölfarið að hann væri skelfilegur kokkur og að hann væri með kokk sem væri einnig næringarfræðingur. Þá sagði hann að ísskápurinn væri meira fyrir vini sína. Rashford er með lítinn líkamsræktarsal heima hjá sér. Þar er allt til alls segir hann en Rashford er með undarlega rútínu þegar kemur að undirbúningstímabilinu. Hann fer með spinning-hjólið sitt í gufubaðið [því það eru allir með gufubað heima hjá sér] og hjólar í þrjátíu mínútur eða svo. Rashford - sem hefur aðallega leikið í stöðu vinstri vængmanns á tímabilinu - átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Þrátt fyrir að glíma við erfið meiðsli í baki sem héldu honum utan vallar í dágóða stund þá byrjaði hann alls 31 leik fyrir Man Utd í úrvalsdeildinni. Skoraði hann 17 mörk og lagði upp önnur sjö. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford fær heiðursdoktorsgráðu frá University of Manchester Manchester United framherjinn Marcus Rashford fær stóra viðurkenningu fyrir framgöngu sína utan vallar. 15. júlí 2020 09:00 Rashford og Martial þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan áratug Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag. 5. júlí 2020 08:00 Rashford neitar að gefast upp og ætlar að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórnina Marcus Rashford hefur látið til sín taka í málefnum fátækra í Englandi og biðlar til ríkisstjórnar landsins að endurskoða ákvörðun sína varðandi matarmiða barna. 16. júní 2020 11:00 Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Marcus Rashford, einn allra besti leikmaður Manchester United í dag, hefur látið að sér kveða bæði innan sem utan vallar undanfarið ár. Ásamt því að vera einn besti leikmaður liðsins þá hefur hann haft mikil áhrif á samfélagið í Englandi. Því til sönnunar þá fékk hann heiðursgráðu frá háskólanum í Manchester-borg. To the staff, volunteers and everyone that continues to work behind the scenes to make a difference THANK YOU! The world needs more people like you. Let s keep going, the fight is far from over @FareShareUK pic.twitter.com/WVT4d3t97E— Marcus Rashford (@MarcusRashford) July 28, 2020 Sam Tighe hjá íþróttamiðlinum Bleacher Report fékk að kíkja í heimsókn til Rashford sem býr í miðborg Manchester-borgar. Þar kemur fram að mamma hins 22 ára gamla Rashford sá að mestu um að kaupa inn í íbúðina enda er fjölskylda hans mikið hjá honum. Aðspurður hversu oft hann notaði eldavélina í eldhúsinu hjá sér var svarið í styttri kantinum. „Aldrei.“ Rashford viðurkenndi í kjölfarið að hann væri skelfilegur kokkur og að hann væri með kokk sem væri einnig næringarfræðingur. Þá sagði hann að ísskápurinn væri meira fyrir vini sína. Rashford er með lítinn líkamsræktarsal heima hjá sér. Þar er allt til alls segir hann en Rashford er með undarlega rútínu þegar kemur að undirbúningstímabilinu. Hann fer með spinning-hjólið sitt í gufubaðið [því það eru allir með gufubað heima hjá sér] og hjólar í þrjátíu mínútur eða svo. Rashford - sem hefur aðallega leikið í stöðu vinstri vængmanns á tímabilinu - átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Þrátt fyrir að glíma við erfið meiðsli í baki sem héldu honum utan vallar í dágóða stund þá byrjaði hann alls 31 leik fyrir Man Utd í úrvalsdeildinni. Skoraði hann 17 mörk og lagði upp önnur sjö.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford fær heiðursdoktorsgráðu frá University of Manchester Manchester United framherjinn Marcus Rashford fær stóra viðurkenningu fyrir framgöngu sína utan vallar. 15. júlí 2020 09:00 Rashford og Martial þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan áratug Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag. 5. júlí 2020 08:00 Rashford neitar að gefast upp og ætlar að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórnina Marcus Rashford hefur látið til sín taka í málefnum fátækra í Englandi og biðlar til ríkisstjórnar landsins að endurskoða ákvörðun sína varðandi matarmiða barna. 16. júní 2020 11:00 Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Rashford fær heiðursdoktorsgráðu frá University of Manchester Manchester United framherjinn Marcus Rashford fær stóra viðurkenningu fyrir framgöngu sína utan vallar. 15. júlí 2020 09:00
Rashford og Martial þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan áratug Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag. 5. júlí 2020 08:00
Rashford neitar að gefast upp og ætlar að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórnina Marcus Rashford hefur látið til sín taka í málefnum fátækra í Englandi og biðlar til ríkisstjórnar landsins að endurskoða ákvörðun sína varðandi matarmiða barna. 16. júní 2020 11:00
Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15