Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 08:00 Breiðablik hefur verið á ágætis skriði það sem af er sumri. Vísir/Bára Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Var þetta sjöundi leikur liðsins í Pepsi Max deildinni en flest lið deildarinnar hafa nú leikið sjö eða átta leiki. Það sem meira er að þetta var sjöundi sigurleikur Blika sem og sjöunda skiptið í röð sem þær halda hreinu. Þá unnu Blikar 1-0 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Því hefur liðið leikið átta leiki án þess að fá á sig mark en hér verður árangurinn í deildinni skoðaður. Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Blika] og Þorsteinn Halldórsson virðast leggja mikið upp úr stífum varnarleik ef marka má varnarárangur Breiðabliks undanfarin ár.Vísir/Bára Síðan Þorsteinn Halldórsson tók við stjórnartaumunum á Kópavogsvelli hefur Blika liðið verið ógnarsterkt varnarlega ásamt því að skora haug af mörkum. Hvað Þorsteinn lét leikmenn sína gera á meðan hefðbundnar fótboltaæfingar voru ekki leyfilegar í Covid-pásunni svokölluðu er rannsóknarefni en þær virðast hreint óstöðvandi. Ef fer sem horfir þá bætir Breiðablik eigin árangur í Pepsi Max deild kvenna en eftir sjö leiki er liðið ekki aðeins með fullt hús stiga heldur hafa þær skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Líkt og árið 2015 – sem var fyrsta ár Þorsteins með liðið – er Sonný Lára Þráinsdóttir í marki Blika en á sama tímapunkti það sumarið hafði hún þegar þurft að sækja boltann tvívegis í netið. Þá gerðu Blikar 1-1 jafntefli við KR í 3. umferð svo árangur liðsins það sem af er sumri er töluvert betri en fyrir fimm árum Sonný Lára eftir sigurinn á Fylki.Vísir/Sveinn Liðið varð þó Íslandsmeistari það sumarið, endaði með 50 stig og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Eflaust myndu þær taka sama árangri fagnandi í ár en það er þó erfitt að sjá hvaða lið á að skora gegn þeim. Blikar hafa nefnilega unnið 4-0 sigra á bæði Val og Fylki en það eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Fari svo að Breiðablik vinni leikinn sem þeir eiga inni á Val þá verða þær með fimm stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna álíka árangur og Breiðablik skartar eftir sjö umferðir. Þá var Stjarnan á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en liðið hafði fengið á sig eitt mark og „aðeins“ skorað 25 [Blikar hafa skorað 28 til þessa í sumar]. Stjarnan fékk á sig sex mörk sumarið 2013 en það er það næsta sem lið kemst varnarárangri Blika frá 2015 þegar liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Nú virðist sem Blikar ætli að gera gott betur og einfaldlega sleppa því að fá á sig mark. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Var þetta sjöundi leikur liðsins í Pepsi Max deildinni en flest lið deildarinnar hafa nú leikið sjö eða átta leiki. Það sem meira er að þetta var sjöundi sigurleikur Blika sem og sjöunda skiptið í röð sem þær halda hreinu. Þá unnu Blikar 1-0 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Því hefur liðið leikið átta leiki án þess að fá á sig mark en hér verður árangurinn í deildinni skoðaður. Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Blika] og Þorsteinn Halldórsson virðast leggja mikið upp úr stífum varnarleik ef marka má varnarárangur Breiðabliks undanfarin ár.Vísir/Bára Síðan Þorsteinn Halldórsson tók við stjórnartaumunum á Kópavogsvelli hefur Blika liðið verið ógnarsterkt varnarlega ásamt því að skora haug af mörkum. Hvað Þorsteinn lét leikmenn sína gera á meðan hefðbundnar fótboltaæfingar voru ekki leyfilegar í Covid-pásunni svokölluðu er rannsóknarefni en þær virðast hreint óstöðvandi. Ef fer sem horfir þá bætir Breiðablik eigin árangur í Pepsi Max deild kvenna en eftir sjö leiki er liðið ekki aðeins með fullt hús stiga heldur hafa þær skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Líkt og árið 2015 – sem var fyrsta ár Þorsteins með liðið – er Sonný Lára Þráinsdóttir í marki Blika en á sama tímapunkti það sumarið hafði hún þegar þurft að sækja boltann tvívegis í netið. Þá gerðu Blikar 1-1 jafntefli við KR í 3. umferð svo árangur liðsins það sem af er sumri er töluvert betri en fyrir fimm árum Sonný Lára eftir sigurinn á Fylki.Vísir/Sveinn Liðið varð þó Íslandsmeistari það sumarið, endaði með 50 stig og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Eflaust myndu þær taka sama árangri fagnandi í ár en það er þó erfitt að sjá hvaða lið á að skora gegn þeim. Blikar hafa nefnilega unnið 4-0 sigra á bæði Val og Fylki en það eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Fari svo að Breiðablik vinni leikinn sem þeir eiga inni á Val þá verða þær með fimm stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna álíka árangur og Breiðablik skartar eftir sjö umferðir. Þá var Stjarnan á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en liðið hafði fengið á sig eitt mark og „aðeins“ skorað 25 [Blikar hafa skorað 28 til þessa í sumar]. Stjarnan fékk á sig sex mörk sumarið 2013 en það er það næsta sem lið kemst varnarárangri Blika frá 2015 þegar liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Nú virðist sem Blikar ætli að gera gott betur og einfaldlega sleppa því að fá á sig mark.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52