Enski boltinn

Hættir við kaup á Newcastle United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekkert verður af kaupum á Newcastle ef marka er fréttir dagsins.
Ekkert verður af kaupum á Newcastle ef marka er fréttir dagsins. Serena Taylor/Getty Images

Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Tilkynning þess efnis var gefin út í dag.

Salan hefur verið í undirbúningi í dágóðan tíma en nú er ljóst að ekkert verður af henni.

„Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að draga úr áhuga okkar á Newcastle United. Við vorum mjög spenntir að fjárfesta í þeirri mögnuðu borg sem Newcastle er. Við trúum því að við hefðum geta komið félaginu á þann stað sem það á að vera,“ segir í tilkynningu frá þeim hópum sem ætluðu sér að festa kaup á Newcastle.

Þar segir einnig að ástæðan sé sú að samningaviðræður hafi dregist á langinn og framtíðin sé óljós.

Það stefnir því í að Mike Ashley - hinn sívinsæli eigandi Newcastle - verði áfram eigandi félagsins um ókomna tíð.

Frekari fregna er að vænta síðar í dag segir í frétt Sky Sports um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×