Fótbolti

Þjálfari Ísaks segir hann byggðan eins og skriðdreka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Snær í leik með U-23 ára liði Norwich City.
Ísak Snær í leik með U-23 ára liði Norwich City. Vísir/Norwich

Jim Goodwin – þjálfari St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni – segir að Íslendingurinn Ísak Snær Þorvaldsson sé byggður eins og skriðdreki. Ísak Snær er á láni hjá St. Mirren frá enska B-deildarliðinu Norwich City.

„Við tókum hann inn sem sóknarþenkjandi miðjumann. Hann hefur spilað í mörgum mismunandi stöðum í gegnum árin en við sjáum hann fyrir okkur á miðjunni. Hann er aðeins 19 ára gamall en hann er með líkamsbyggingu 25 ára karlmanns, hann er byggður eins og skriðdreki,“ sagði Goodwin í viðtali sem birtist í morgun en skoska úrvalsdeildin hefst síðar í dag.

St. Mirren fær Livingston í heimsókn nú klukkan 14:00 og verður forvitnilegt að sjá hvort skriðdrekinn verði í byrjunarliði heimamanna.

„Norwich metur hann mikils. Hann var á láni hjá Fleetwood Town á síðustu leiktíð og ég þekki nokkra leikmenn þar. Hann fær hæstu meðmæli frá þeim öllum,“ sagði Goodwin einnig.

Ísak Snær verður á láni hjá St. Mirren á þessari leiktíð og er því eini Íslendingurinn í skosku úrvalsdeildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×