Íslenski boltinn

Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nær ómögulegt er að viðhalda tveggja metra reglunni inn á knattspyrnuvellinum.
Nær ómögulegt er að viðhalda tveggja metra reglunni inn á knattspyrnuvellinum. Vísir/Vilhelm

Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af.

KSÍ gaf í dag út yfirlýsingu þar sem það kemur fram að sambandið muni funda með yfirvöldum að lokinni Verslunarmannahelgi.

„Hvatti ÍSÍ íþróttahreyfinguna til að fara að tilmælum heilbrigðisyfirvalda [og fresta þar með öllum æfingum og keppnisleikjum til 13. ágúst] og að viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni.

„KSÍ tekur undir með ÍSÍ og ítrekar til aðildarfélaga að ekki sé æft með snertingu iðkenda í eldri aldursflokkum [meistaraflokki og 2. flokki], að tveggja metra reglan sé virt eins og mögulegt er og æft án snertingar einstaklinga. KSÍ mun funda með yfirvöldum strax eftir helgina, eins og fram kemur í fundargerð stjórnar frá 30. júlí, og stjórn sambandsins mun koma saman í kjölfarið og upplýsa frekar um stöðu mála,“ segir einnig í yfirlýsingu KSÍ.

Þá hefur sambandið sagt að það muni taka málefni 3. flokks til skoðunar en þar má yngra árið æfa en ekki eldra árið. 

„Knattspyrnuhreyfingin er hluti af samfélaginu. Það er skylda allra [leikmanna og starfsmanna liða, forsvarsmanna félaga, áhorfenda og annarra þátttakenda í knattspyrnu] að sýna ábyrgð og gæta að sóttvörnum í knattspyrnustarfinu og þar með í okkar samfélagi. Hjálpumst að, sýnum yfirvegun og samstöðu og komumst í gegnum þetta saman,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×