Grafningsvegur verður kláraður með sem minnstum tilkostnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2020 22:45 Frá Grafningsvegi neðri. Þar er í sumar unnið að því að lengja malbikið milli Hlíðarár vestan Bíldsfells og Úlfljótsvatns. Stöð 2/Einar Árnason. „Það væri vissulega skynsamlegt að klára þessa 1.200 metra sem eftir eru og unnið í því að koma því á áætlun. Það eru hinsvegar víða þarfirnar og mikill þrýstingur víða um að fá bundið slitlag á vegi. Nægir að nefna vegi í Rangárþingi ytra og eystra og miklu víðar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í tilefni undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Vegagerðina að klára Grafningsveg en skilja ekki eftir einn stuttan kafla vestan Írafossvirkjunar. G. Pétur segir þær skýringar ekki réttar, sem höfundur undirskriftalistans, Jakob Guðnason, staðarhaldari skáta á Úlfljótsvatni, sagðist hafa heyrt, að Landsvirkjun ætti þennan stutta kafla, né að kröpp beygja næst brúnni við virkjunina kæmi í veg fyrir endurbætur. Sjá hér: Skorað á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.VÍSIR/SKJÁSKOT „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin. Svo kom nokkurt hlé en síðan hefur verið unnið við kaflann frá Úlfljótsvatni að Nesjavöllum og er hann að klárast nú í sumar. Það hefur verið mestur áhugi hjá heimamönnum að klára þann kafla,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá hvernig Grafningsvegur liggur í brekku og kröppum beygjum að brúnni við Írafossvirkjun. Fjær sést Ljósafossvirkjun.Stöð 2/Einar Árnason. Varðandi það hvort veglínu verði breytt í brekkunni næst brúnni við Írafoss segir G. Pétur að til sé gömul hönnun frá því fyrir hrun fyrir þennan kafla sem geri ráð fyrir miklum skeringum og dýrri vegagerð. „Það liggur fyrir að ekki verður unnið eftir henni þegar að þessum kafla kemur heldur unnið eftir hugmyndafræði um að koma bundnu slitlagi á tengivegi með sem minnstum tilkostnaði sem þýðir að litið verður hróflað við plan og hæðarlegu en frekar sett upp merki með leiðbeinandi hraða auk þess sem öryggissvæði verður lagfært,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í fyrrasumar um lagningu bundins slitlags á Grafningsveg: Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Það væri vissulega skynsamlegt að klára þessa 1.200 metra sem eftir eru og unnið í því að koma því á áætlun. Það eru hinsvegar víða þarfirnar og mikill þrýstingur víða um að fá bundið slitlag á vegi. Nægir að nefna vegi í Rangárþingi ytra og eystra og miklu víðar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í tilefni undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Vegagerðina að klára Grafningsveg en skilja ekki eftir einn stuttan kafla vestan Írafossvirkjunar. G. Pétur segir þær skýringar ekki réttar, sem höfundur undirskriftalistans, Jakob Guðnason, staðarhaldari skáta á Úlfljótsvatni, sagðist hafa heyrt, að Landsvirkjun ætti þennan stutta kafla, né að kröpp beygja næst brúnni við virkjunina kæmi í veg fyrir endurbætur. Sjá hér: Skorað á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.VÍSIR/SKJÁSKOT „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin. Svo kom nokkurt hlé en síðan hefur verið unnið við kaflann frá Úlfljótsvatni að Nesjavöllum og er hann að klárast nú í sumar. Það hefur verið mestur áhugi hjá heimamönnum að klára þann kafla,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá hvernig Grafningsvegur liggur í brekku og kröppum beygjum að brúnni við Írafossvirkjun. Fjær sést Ljósafossvirkjun.Stöð 2/Einar Árnason. Varðandi það hvort veglínu verði breytt í brekkunni næst brúnni við Írafoss segir G. Pétur að til sé gömul hönnun frá því fyrir hrun fyrir þennan kafla sem geri ráð fyrir miklum skeringum og dýrri vegagerð. „Það liggur fyrir að ekki verður unnið eftir henni þegar að þessum kafla kemur heldur unnið eftir hugmyndafræði um að koma bundnu slitlagi á tengivegi með sem minnstum tilkostnaði sem þýðir að litið verður hróflað við plan og hæðarlegu en frekar sett upp merki með leiðbeinandi hraða auk þess sem öryggissvæði verður lagfært,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í fyrrasumar um lagningu bundins slitlags á Grafningsveg:
Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira