Innlent

Dóra S. Bjarna­son er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Dóra S. Bjarnason.
Dóra S. Bjarnason. Vísindavefurinn

Dóra S. Bjarnason, prófessor emerita við Háskóla Íslands, er látin, 73 ára að aldri.

Morgunblaðið greinir frá þessu, en Dóra vann lengi að rannsóknum á sviði rannsókna í félagsfræði og fötlunarfræða.

Eftirlifandi sonur Dóru er Benedikt Hákon Bjarnason sem fæddist árið 1980. Dóra sendi árið 1996 frá sér bókina Undir huliðshjálmi - sagan af Benedikt sem fjallaði um ævi mæðginanna, en Benedikt er mer fötlun.

Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands segir að rannsóknir Dóru hafi einkum verið á sviði félagsfræðimenntunar, fötlunarfræði og skólastefnunnar skóli án aðgreiningar, sögu og afrakstri sérkennslu, jaðarsetningu fatlaðs fólks, og á reynslu þriggja kynslóða fatlaðra ungmenna af skóla og samfélagi samfara breytingum á kerfislægum og almennum stuðningi við það á ungum fullorðinsárum.

Dóra hóf störf sem stundakennari við Kennaraháskóla Íslands haustið 1971 og var fastráðin 1981. Hún var ráðin prófessor við Kennaraháskólann 2004, sem varð svo Menntavísindasvið Háskóla Íslands árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×