Sara Björk Gunnarsdóttir vann í kvöld sinn fyrsta bikar í franska boltanum er Lyon hafði betur gegn PSG í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik franska bikarsins.
Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítaspyrnukeppni
.Bæði lið klúðruðu spyrnu sinni í fjórðu umerðinni en PSG klúðraði einnig fimmtu spyrnu sinni og þar við sat.
Sara Björk spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Lyon en hún kom eins og kunnugt er frá Wolfsburg í sumar.
VICTOIRE ! #OLPSG pic.twitter.com/vvs3ClJtpB
— OL Féminin (@OLfeminin) August 9, 2020