Viðskipti innlent

Landinn að drukkna í Dönum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ferðamönnum hefur fækkað mikið á milli ára.
Ferðamönnum hefur fækkað mikið á milli ára. Vísir/Vilhelm

Alls flugu 9.949 Danir frá Íslandi í síðasta mánuði og voru þeir fjölmennasti hópur ferðamanna hér. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru Danir ríflega fimmtungur allra þeirra sem flugu frá landinu í mánuðinum og fjölgaði þeim um þriðjung á milli ára.

Alls flugu 45.600 frá Keflavíkurflugvelli í júlí og er það mikil minnkun á milli ára. Í júí í fyrra voru ferðamennirnir 231 þúsund og er fækkunin 80,3 prósent.

Þjóðverjar voru næstfjölmennasti hópurinn og flugu 9.220 frá landinu. Öfugt við Danina, þá er var mikil fækkun á Þjóðverjum á milli ára og voru þeir ríflega helmingi færri en í júlí í fyrra. Samtals voru brottfarir Dana og Þjóðverja 41 prósent brottfara erlenda farþega í júlí.

Frá áramótum hafa um 387 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll. Það er 65,8 prósenta fækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Þá voru brottfarir um 1,1 milljón.

Mun færri Íslendingar fóru til útlanda í mánuðinum en í fyrra. Alls fóru um 13.300 Íslendingar til útlanda og er það 77,9 prósent fækkun á frá júlí í fyrra. Frá áramótum hafa um 108 Íslendingar farið utan. Þar er um að ræða 259 þúsund færri ferðir en á sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×