Akureyringur, kauptu metanbíl! Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 11. ágúst 2020 11:30 Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt. Skrýtið samt að á bensínstöðinni fyrir sérstaka bensínið þá er engin röð, þó er þetta ódýrara en í Costkó. Auk ódýrara bensínsins þá eru bifreiðagjöldin af þessum bíl ekki nema 7þús kr. Ofan á allt þetta þá styrkir vinnuveitandi minn mig að koma í vinnuna á þessum bíl en ekki bílum sem eingöngu nota venjulegt bensín. Ég er því að græða á mörgum sviðum. Samt er mesti munurinn fyrir mig að vera með hreina samvisku þegar ég ek um á þessum glæsilega bíl. Enginn sóðatilfinning. Það finnst mér yndislegt. Þetta eru líklega mín bestu kaup á ævinni. Það sem ég kallaði hér sérstakt bensín er reyndar metangas. Það verður til í gömlu ruslahaugunum hér á Akureyri og ekki nema brot af því er nýtt þótt nýtingin sé að aukast. Það gas sem ekki er notað á bílinn minn og aðra fer út í andrúmsloftið og veldur þar 25-sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum en sama magn af koltvísýringi. Þegar einn metanbíll kemur á götuna hefur það því sömu loftlagsáhrif og 25 bensínbílar hverfi af götunni. Já, þetta er ótrúlegt en þetta gildir á meðan hauggasið er vannýtt. Því segi ég við þig Akureyringur, kauptu metanbíl! Reykvíkingur, kauptu líka metanbíl! Ef þú vilt frekar kaupa rafmagnsbíl þá er það frábært, en ef þú ert ekki alveg tilbúinn að taka það skerf, vilt vera fljótur að taka eldsneytið og vera alveg frjáls, geta ekið um landið þvert og endilangt án þess að bíða á hleðslustöðvum, þá er metanbíllinn góður kostur. Sérstaklega ef þú ert að horfa til smábíls, hvers vegna ættir þú að kaupa venjulegan bensínbíl frekar en metanbíl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Akureyri Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt. Skrýtið samt að á bensínstöðinni fyrir sérstaka bensínið þá er engin röð, þó er þetta ódýrara en í Costkó. Auk ódýrara bensínsins þá eru bifreiðagjöldin af þessum bíl ekki nema 7þús kr. Ofan á allt þetta þá styrkir vinnuveitandi minn mig að koma í vinnuna á þessum bíl en ekki bílum sem eingöngu nota venjulegt bensín. Ég er því að græða á mörgum sviðum. Samt er mesti munurinn fyrir mig að vera með hreina samvisku þegar ég ek um á þessum glæsilega bíl. Enginn sóðatilfinning. Það finnst mér yndislegt. Þetta eru líklega mín bestu kaup á ævinni. Það sem ég kallaði hér sérstakt bensín er reyndar metangas. Það verður til í gömlu ruslahaugunum hér á Akureyri og ekki nema brot af því er nýtt þótt nýtingin sé að aukast. Það gas sem ekki er notað á bílinn minn og aðra fer út í andrúmsloftið og veldur þar 25-sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum en sama magn af koltvísýringi. Þegar einn metanbíll kemur á götuna hefur það því sömu loftlagsáhrif og 25 bensínbílar hverfi af götunni. Já, þetta er ótrúlegt en þetta gildir á meðan hauggasið er vannýtt. Því segi ég við þig Akureyringur, kauptu metanbíl! Reykvíkingur, kauptu líka metanbíl! Ef þú vilt frekar kaupa rafmagnsbíl þá er það frábært, en ef þú ert ekki alveg tilbúinn að taka það skerf, vilt vera fljótur að taka eldsneytið og vera alveg frjáls, geta ekið um landið þvert og endilangt án þess að bíða á hleðslustöðvum, þá er metanbíllinn góður kostur. Sérstaklega ef þú ert að horfa til smábíls, hvers vegna ættir þú að kaupa venjulegan bensínbíl frekar en metanbíl?
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar