Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2020 21:00 Eric Maxim Choupo-Moting (til vinstri) skoraði markið sem tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 1995. getty/David Ramos Paris Saint-Germain er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, á Ljósvangi í Lissabon í kvöld. Mario Pasalic kom Atalanta yfir á 26. mínútu og flest benti til þess að það mark myndi koma liðinu í undanúrslit. En Marquinhos jafnaði fyrir PSG þegar 20 sekúndur voru eftir. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Eric Maxim Choupo-Moting svo sigurmark PSG eftir sendingu frá Kylian Mbappé. Báðir komu þeir inn á sem varamenn í seinni hálfleik. PSG fagnar 50 ára afmæli sínu í dag og afmælisdagurinn var eftirminnilegur í meira lagi. PSG mætir annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Neymar slapp í gegn eftir þrjár mínútur en skaut langt framhjá. Á 11. mínútu átti Hans Hateboer svo skalla sem Keylor Navas í marki PSG varði. Á 26. mínútu náði Atalanta forystunni. Pasalic sneri þá boltann upp í fjærhornið og skoraði sitt tólfta mark á tímabilinu. Neymar var mjög hættulegur í fyrri hálfleik og á 42. mínútu komst hann í annað úrvals færi eftir mistök Hateboers en skaut framhjá. PSG var meira með boltann í seinni hálfleik en skapaði sér engin teljandi færi framan af. Mbappé kom inn á sem varamaður á 60. mínútu og við það kom meira líf í sóknarleik PSG. Hann komst í tvö góð færi sem ekki nýttust. Berat Djimsiti fékk besta færi Atalanta í seinni hálfleik en skaut framhjá. Eftir því sem leið á leikinn jókst pressan og þegar ein mínúta var til leiksloka jafnaði Marquinhos með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Neymars. Leikmenn Atalanta virtust að þrotum komnir og PSG gekk á lagið. Á 93. mínútu sendi Mbappé fyrir á Choupo-Moting sem skoraði sigurmark frönsku meistaranna. Lokatölur 1-2, PSG í vil. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1995 sem franska liðið kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Meistaradeild Evrópu
Paris Saint-Germain er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, á Ljósvangi í Lissabon í kvöld. Mario Pasalic kom Atalanta yfir á 26. mínútu og flest benti til þess að það mark myndi koma liðinu í undanúrslit. En Marquinhos jafnaði fyrir PSG þegar 20 sekúndur voru eftir. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Eric Maxim Choupo-Moting svo sigurmark PSG eftir sendingu frá Kylian Mbappé. Báðir komu þeir inn á sem varamenn í seinni hálfleik. PSG fagnar 50 ára afmæli sínu í dag og afmælisdagurinn var eftirminnilegur í meira lagi. PSG mætir annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Neymar slapp í gegn eftir þrjár mínútur en skaut langt framhjá. Á 11. mínútu átti Hans Hateboer svo skalla sem Keylor Navas í marki PSG varði. Á 26. mínútu náði Atalanta forystunni. Pasalic sneri þá boltann upp í fjærhornið og skoraði sitt tólfta mark á tímabilinu. Neymar var mjög hættulegur í fyrri hálfleik og á 42. mínútu komst hann í annað úrvals færi eftir mistök Hateboers en skaut framhjá. PSG var meira með boltann í seinni hálfleik en skapaði sér engin teljandi færi framan af. Mbappé kom inn á sem varamaður á 60. mínútu og við það kom meira líf í sóknarleik PSG. Hann komst í tvö góð færi sem ekki nýttust. Berat Djimsiti fékk besta færi Atalanta í seinni hálfleik en skaut framhjá. Eftir því sem leið á leikinn jókst pressan og þegar ein mínúta var til leiksloka jafnaði Marquinhos með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Neymars. Leikmenn Atalanta virtust að þrotum komnir og PSG gekk á lagið. Á 93. mínútu sendi Mbappé fyrir á Choupo-Moting sem skoraði sigurmark frönsku meistaranna. Lokatölur 1-2, PSG í vil. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1995 sem franska liðið kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti