Gerrard mun ekki segja já við „draumastarfinu“ hjá Liverpool fyrr hann er tilbúinn Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2020 09:00 Félagarnir í goðsagnaleik Liverpool og Rangers fyrir ekki svo löngu. vísir/getty Steven Gerrard, núverandi stjóri Rangers í Skotlandi og fyrrum fyrirliði Liverpool til margra ára, var í áhugaverði spjalli í hlaðvarpsþætti fyrrum samherja síns hjá Liverpool, Jamie Carragher. Carragher heldur úti hlaðvarpinu Greatest Game en þar ræddu Liverpool-samherjarnir saman um þjálfaraferil Gerrard sem og leikmannaferilinn. Gerrard er nú stjóri Rangers en hann kom þaðan eftir að hafa verið að þjálfa U18-ára lið Liverpool. Hann var efins um hvort að hann væri að taka rétt skref að fara til Skotlands. „Ég held að allir vissu það - fjölmiðlarnir, allir hjá Rangers og ég sjálfur að ég þyrfti tíma til þess að læra á starfið. Ég er að gera mistök og mun halda áfram að gera mistök,“ sagði Gerrard og hélt áfram: „Þú getur ekki hraðspólað og verið kominn með reynslu. Það eru engar styttri leiðir. Þetta kemur bara. Þegar tilboðið frá Rangers kom hugsaði ég hvort að ég ætti að vera áfram hjá Liverpool en þá hugsaði ég einnig hvort að þetta væri ekki bara það sem ég þurfti.“ „Kannski var þetta bara gert fyrir mig. Ég fékk mjög góða tilfinningu en þetta kom of snemma,“ sagði Gerrard sem hoppaði þó á vagninn og hefur gert frábæra hluti með Rangers. Steven Gerrard admits his lack of experience was a concern before taking charge of Rangers and says he would not take his "dream" job at Liverpool unless he was ready. “I am mature enough to know that I have to be ready for the Liverpool job.”https://t.co/CVCmeTgY1E— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 9, 2020 Talið barst svo aftur að endurkomunni til Liverpool og stjórastarfinu þar en Jurgen Klopp sagði á dögunum að hann yrði fullkominn í starfið. „Ég mun ekki taka við Liverpool bara útaf því sem Jurgen sagði. Ég er það þroskaður að ég veit að ég þarf að gera tilbúinn fyrir Liverpool starfið.“ „Ef Liverpool ákveður eftir Klopp að það sé betri kandídat en ég á þeim tíma þá er það ekkert vandamál. Fyrir mig er þetta að vera besta útgáfan af þér ef tækifærið kemst. Ef það kemur eftir tvö ár eða tíu ár, ekkert mál.“ „Ég mun ekki þjálfa í 20-30 ár. Ég vil þjálfa í toppnum á ensku úrvalsdeildinni á einhverjum tímapunkti. Það fullkomna væri að taka við Liverpool en ég er ekki það vitlaust að ég hugsi að ég fái starfið bara því ég var góður leikmaður hjá félaginu.“ „En markmið mitt og draumur er að þjálfa Liverpool. Auðvitað er það draumurinn. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ sagði Gerrard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Steven Gerrard, núverandi stjóri Rangers í Skotlandi og fyrrum fyrirliði Liverpool til margra ára, var í áhugaverði spjalli í hlaðvarpsþætti fyrrum samherja síns hjá Liverpool, Jamie Carragher. Carragher heldur úti hlaðvarpinu Greatest Game en þar ræddu Liverpool-samherjarnir saman um þjálfaraferil Gerrard sem og leikmannaferilinn. Gerrard er nú stjóri Rangers en hann kom þaðan eftir að hafa verið að þjálfa U18-ára lið Liverpool. Hann var efins um hvort að hann væri að taka rétt skref að fara til Skotlands. „Ég held að allir vissu það - fjölmiðlarnir, allir hjá Rangers og ég sjálfur að ég þyrfti tíma til þess að læra á starfið. Ég er að gera mistök og mun halda áfram að gera mistök,“ sagði Gerrard og hélt áfram: „Þú getur ekki hraðspólað og verið kominn með reynslu. Það eru engar styttri leiðir. Þetta kemur bara. Þegar tilboðið frá Rangers kom hugsaði ég hvort að ég ætti að vera áfram hjá Liverpool en þá hugsaði ég einnig hvort að þetta væri ekki bara það sem ég þurfti.“ „Kannski var þetta bara gert fyrir mig. Ég fékk mjög góða tilfinningu en þetta kom of snemma,“ sagði Gerrard sem hoppaði þó á vagninn og hefur gert frábæra hluti með Rangers. Steven Gerrard admits his lack of experience was a concern before taking charge of Rangers and says he would not take his "dream" job at Liverpool unless he was ready. “I am mature enough to know that I have to be ready for the Liverpool job.”https://t.co/CVCmeTgY1E— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 9, 2020 Talið barst svo aftur að endurkomunni til Liverpool og stjórastarfinu þar en Jurgen Klopp sagði á dögunum að hann yrði fullkominn í starfið. „Ég mun ekki taka við Liverpool bara útaf því sem Jurgen sagði. Ég er það þroskaður að ég veit að ég þarf að gera tilbúinn fyrir Liverpool starfið.“ „Ef Liverpool ákveður eftir Klopp að það sé betri kandídat en ég á þeim tíma þá er það ekkert vandamál. Fyrir mig er þetta að vera besta útgáfan af þér ef tækifærið kemst. Ef það kemur eftir tvö ár eða tíu ár, ekkert mál.“ „Ég mun ekki þjálfa í 20-30 ár. Ég vil þjálfa í toppnum á ensku úrvalsdeildinni á einhverjum tímapunkti. Það fullkomna væri að taka við Liverpool en ég er ekki það vitlaust að ég hugsi að ég fái starfið bara því ég var góður leikmaður hjá félaginu.“ „En markmið mitt og draumur er að þjálfa Liverpool. Auðvitað er það draumurinn. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ sagði Gerrard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira