Skautakona, sem var að æfa fyrir opnunarhátið Vetrarólympíuleika æskunnar, liggur milli heims og helju á spítala í Sviss.
Skautakonan er rússnesk en býr í Þýskalandi. Hún var að æfa atriði, þar sem henni er lyft hátt upp í rjáfur í krana, er hún féll til jarðar með höfuðið á undan sér er fimm metra hæð.
Hún var flutt lífshættulega slösuð á spítala og óvíst er með framhaldið.
Lögreglan í Lausanne í Sviss er að rannsaka tildrög slyssins. Opnunarhátíðin fer fram á morgun.
Féll úr krana og er í lífshættu
