Tónlistarhjónin Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld eignuðust stúlku undir lok ársins 2019.
Arnar og Salka gengu í það heilaga í sumar en Salka birti fallegar myndir frá árinu á Instagram á dögunum.
„Eitt eftirminnilegasta ár lífs míns. Brúðkaup, tæknifrjóvgunin, Hong Kong, gæsun, baby shower endalaust af tónleikum, Ronja og eftir nokkra daga fáum við litlu stelpuna okkar í hendurnar,“ sagði Salka í færslunni en nú er stelpan komin í heiminn.
Uppfært klukkan 16:10
- Salka Sól birti myndir af dóttur þeirra hjóna sem kom í heiminn 29.des.