Wayne Rooney spilaði sinn fyrsta leik fyrir Derby í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Barnsley í ensku B-deildinni.
Rooney skrifaði undir samning við Derby sem spilandi aðstoðarþjálfari en spilaði í fyrsta sinn í kvöld eftir að hafa orðið löglegur í gær.
Hann fór beint í byrjunarliðið og var með fyrirliðabandið í fyrsta leik sínum hjá félaginu.
#DCFCvBFC pic.twitter.com/6bEsmshYtm
— Derby County (@dcfcofficial) January 2, 2020
Rooney gerði sér lítið fyrir og lagði upp fyrsta mark leiksins sem Jack Marriott skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
That iconic Rooney fist pump
— Match of the Day (@BBCMOTD) January 2, 2020
First start. Captain. Assist.
Derby County 1-0 Barnsley
LIVE: https://t.co/4pnQb7xwVd#bbcefl#DCFCvBFCpic.twitter.com/TbRVNzqwAG
Elliot Simoes jafnaði metin fyrir Barnsley á 50. mínútu eftir mistök Ben Hamer í marki Derby en sjö mínútum síðar skoraði Martyn Waghorn sigurmarkið.
Lokatölur 2-1 sigur Derby en Rooney lék allan leikinn fyri Derby sem er þó áfram í 17. sætinu eftir sigurinn. Liðið er nú með 26 stig en Barnsley er í 23. sæti með 21 stig.
First start
— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020
Captain
Assist
Wayne Rooney made a winning start to life at Derby County.
Report: https://t.co/SXaYWIFkbL#bbceflpic.twitter.com/LOWVA2Jy7n
Í hinum leik kvöldsins vann Swansea 1-0 sigur á Charlton. Eftr sigurinn er Swansea í 6. sætinu með 41 stig en Charlton er í 19. sætinu með 28 stig.