Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark og hefur haldið hreinu í sjö leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.
Van Dijk er einnig sá varnarmaður sem hefur skorað flest mörk í deildinni frá upphafi síðustu leiktíðar. Mark hans gegn Manchester United nú fyrir skömmu var hans fjórða á leiktíðinni og hans áttunda frá upphafi síðustu leiktíðar.
Vert er að taka fram að Van Dijk hefur stangað knöttinn í netið með höfðinu í síðustu sjö mörkum sem hann hefur skorað.
Mörk tímabilsins til þessa komu gegn Norwich City í 4-1 sigri, tvö komu svo í 2-1 sigri Liverpool og Brighton & Hove Albion og að lokum eitt, sem stendur, gegn Manchester United fyrr í dag.
Á síðustu leiktíð skoraði Hollendingurinn fljúgandi í 3-2 sigri gegn Newcastle United, tvö í 5-0 sigri á Watford og í 2-0 sigri á Wolverhampton Wanderers.
Virgil van Dijk has now scored more Premier League goals (8) since the start of last season than any other defender.
— Squawka Football (@Squawka) January 19, 2020
Huge leap. Huge header. Huge goal. pic.twitter.com/VQwFxA6Nw3
- Virgil van Dijk's last 7 PL goals
— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 19, 2020
Header - assist Alexander-Arnold
Header - assist Alexander-Arnold
Header - assist Alexander-Arnold
Header - assist Salah
Header - assist Alexander-Arnold
Header - assist Robertson
Header - assist Alexander-Arnold#LFCMUN#LIVMUN