Varað við veðri og vatnavöxtum víða um land Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 21:45 Svona er staðan í nótt. Mynd/Veðurstofa Íslands. Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum. Appelsínugula viðvörunin er í fram til morguns ef undanskilið er Hálendið en þar er viðvörunin í gildi til hádegis. Gul viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu í kvöld við Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Appelsínugula viðvörunin breytist svo í gula þar sem hún er í gildi, til miðnættis á morgun.Á vef Veðurstofunnar segir að við Breiðafjörð og á Vestfjörðum megi búast megi við suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Það mun blása og rigna hraustlega á morgun.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tryggja lausamuni Svipað er uppi á teningnum á Norðurlandi öllu en þar má gera ráð fyrir sunnan stormi eða roki, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 m/s. Einnig megi búast við víðtækum samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.Nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.Þá kemur einnig fram á vef Veðurstofunnar að fram til mánudags megi búast við auknum leysingum og afrennsi, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.Þá segir einnig sé ráð fyrir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu frá því seint á laugardagskvöld fram á sunnudag. Víða líkur á vatnavöxtum Þessi mikla úrkoma og leysing muni líklega einnig valda nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegana. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og SA-landi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda.Samkvæmt rennslismælingum Veðurstofunnar má sjá að rennsli er þegar orðið mjög mikið í ám víða á landinum þar á meðal í Hvalá á Vestfjörðum, Fnjóská í Fnjóskárdal og í Jökulsá á fjöllum og í Jökulsá á dal. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. „Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt. Veður Tengdar fréttir Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39 Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum. Appelsínugula viðvörunin er í fram til morguns ef undanskilið er Hálendið en þar er viðvörunin í gildi til hádegis. Gul viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu í kvöld við Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Appelsínugula viðvörunin breytist svo í gula þar sem hún er í gildi, til miðnættis á morgun.Á vef Veðurstofunnar segir að við Breiðafjörð og á Vestfjörðum megi búast megi við suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Það mun blása og rigna hraustlega á morgun.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tryggja lausamuni Svipað er uppi á teningnum á Norðurlandi öllu en þar má gera ráð fyrir sunnan stormi eða roki, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 m/s. Einnig megi búast við víðtækum samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.Nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.Þá kemur einnig fram á vef Veðurstofunnar að fram til mánudags megi búast við auknum leysingum og afrennsi, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.Þá segir einnig sé ráð fyrir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu frá því seint á laugardagskvöld fram á sunnudag. Víða líkur á vatnavöxtum Þessi mikla úrkoma og leysing muni líklega einnig valda nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegana. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og SA-landi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda.Samkvæmt rennslismælingum Veðurstofunnar má sjá að rennsli er þegar orðið mjög mikið í ám víða á landinum þar á meðal í Hvalá á Vestfjörðum, Fnjóská í Fnjóskárdal og í Jökulsá á fjöllum og í Jökulsá á dal. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. „Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt.
Veður Tengdar fréttir Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39 Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39
Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38
Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15