Vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2020 19:00 Umhverfisráðherra kynnti áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs í dag. SIGURJÓN ÓLASON Umhverfis- og auðlindaráðherra vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð. Hann hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars og segir raunhæft að það verði samþykkt. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Í morgun fór fram kynningarfundur um áformin sem er hluti af fundaröð ráðherrans sem fram fer um allt land. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Guðmundur segir þær áhyggjur óþarfar. Þvert á móti sé áætlað að fulltrúar sveitarfélaga, náttúruverndar, ferðaþjónustunnar og bænda komi að stjórnuninni ásamt ríkinu. „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að taka af einhverjum heldur eru fleiri að koma að málum heldur en að er í dag sem ég held að verði jákvætt fyrir þróun þessa svæðis,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Einnig hafa verið uppi áhyggjur um raforkuöryggi og segir Guðmundur mikilvægt að tryggja það. „Tengsl miðhálendisþjóðgarðsmálsins og þessa er ekki með þeim hætti að annað útiloki hitt. Það er ekkert sem bannar það að leggja jarðstrengi á þessu svæði en við erum vissulega að líta til þess að loftlínur eða línur í lofti sé ekki eitthvað sem er æskilegt,“ sagði Guðmundur. Nokkrir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af áformum um stofnunina. Guðmundur telur þó ólíklegt að málið muni valda titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það held ég ekki. Við höfum sammælst um það að gera þetta í stjórnarsáttmála. Við vinnum bara með þetta mál eins og önnur,“ sagði Guðmundur. Sérð þú fram á einhver átök í þinginu? „Ég vil engu spá um það hvort það verði átök í þinginu eða ekki. Ég byrja bara á því að leggja þetta fram,“ sagði Guðmundur. Frumvarpið mun hann leggja fram í febrúar eða mars og telur hann raunhæft að frumvarpið verði samþykkt. „Já ég tel það raunhæft. Í fyrsta lagi er þetta eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stórum málum. En ég vil meina að við séum búin að teikna þetta upp með þeim hætti að þetta sé þess eðlis að það eru mjög stór tækifæri í þessu, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði Guðmundur. Alþingi Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð. Hann hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars og segir raunhæft að það verði samþykkt. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Í morgun fór fram kynningarfundur um áformin sem er hluti af fundaröð ráðherrans sem fram fer um allt land. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Guðmundur segir þær áhyggjur óþarfar. Þvert á móti sé áætlað að fulltrúar sveitarfélaga, náttúruverndar, ferðaþjónustunnar og bænda komi að stjórnuninni ásamt ríkinu. „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að taka af einhverjum heldur eru fleiri að koma að málum heldur en að er í dag sem ég held að verði jákvætt fyrir þróun þessa svæðis,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Einnig hafa verið uppi áhyggjur um raforkuöryggi og segir Guðmundur mikilvægt að tryggja það. „Tengsl miðhálendisþjóðgarðsmálsins og þessa er ekki með þeim hætti að annað útiloki hitt. Það er ekkert sem bannar það að leggja jarðstrengi á þessu svæði en við erum vissulega að líta til þess að loftlínur eða línur í lofti sé ekki eitthvað sem er æskilegt,“ sagði Guðmundur. Nokkrir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af áformum um stofnunina. Guðmundur telur þó ólíklegt að málið muni valda titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það held ég ekki. Við höfum sammælst um það að gera þetta í stjórnarsáttmála. Við vinnum bara með þetta mál eins og önnur,“ sagði Guðmundur. Sérð þú fram á einhver átök í þinginu? „Ég vil engu spá um það hvort það verði átök í þinginu eða ekki. Ég byrja bara á því að leggja þetta fram,“ sagði Guðmundur. Frumvarpið mun hann leggja fram í febrúar eða mars og telur hann raunhæft að frumvarpið verði samþykkt. „Já ég tel það raunhæft. Í fyrsta lagi er þetta eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stórum málum. En ég vil meina að við séum búin að teikna þetta upp með þeim hætti að þetta sé þess eðlis að það eru mjög stór tækifæri í þessu, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði Guðmundur.
Alþingi Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira