Eiginkonan til bjargar eftir að Manchester United gleymdi honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 14:30 Norman Whiteside í leik með Manchester United á Wembley. Getty/Allsport Starfsmenn Manchester United gleymdu einu af mesta efninu í sögu félagsins um helgina þegar þeir skoðuðu hvaða leikmenn voru yngstir til að spila tvö hundruð leiki fyrir Manchester United. Marcus Rashford spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United í sigri á Norwich og hélt upp á það með tveimur mörkum. Rashford er bara 22 ára og tveggja mánaða og í fyrstu héldu menn hjá Manchester United að aðeins goðsagnirnar George Best and Ryan Gigg hafi verið verið yngri þegar þeir náðu þessum tímamótum. Það þurfti hins vegar eiginkonu Norman Whiteside til að koma öllu á hreint. Hún vakti athygli á mistökunum á Twitter. Think my hubby @NormanWhiteside was younger than all three of you in actual fact https://t.co/2JEoAojdfw— Mrs W Official (@WhitesideDee) January 12, 2020 Dee, eiginkona Norman Whiteside, var nefnilega fljót að benda bæði Marcus Rashfors og Manchester United að metið væri í eigu eiginmanns síns. Norman Whiteside var nefnilega aðeins 21 árs og fjögurra mánaða þegar hann spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United. Norman Whiteside spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchetser United árið 1982 og seinna um sumarið þá bætti hann met Pele og varð sá yngsti til að spila í úrslitakeppni HM. Whiteside spilaði þá með Norður Írlandi á HM á Spáni aðeins 17 ára og 41 dags gamall. Norman Whiteside spilaði alls 274 leiki fyrir Manchester United frá 1982 til 1989 og varð tvisvar enskur bikarmeistari með félaginu en hann fór þaðan til Everton. Whiteside þótti eitt mesta efnið í sögu Manchester United en þurfti seinna að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall vegna hnémeiðsla. Appreciation tweet for the great Norman Whiteside. Never to be overlooked pic.twitter.com/X4JpvRsili— Marcus Rashford (@MarcusRashford) January 12, 2020 Yngstir til að spila 200 leiki fyrir Manchester United: Norman Whiteside: 21 árs og 4 mánaða George Best: 21 árs og 7 mánaða Ryan Giggs: 21 árs og 9 mánaða Marcus Rashford: 22 ára og 2 mánaða Cristiano Ronaldo: 22 ára og 8 mánaða Wayne Rooney: 22 ára og 11 mánaða Bobby Charlton: 24 ára og 4 mánaða Enski boltinn Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Sjá meira
Starfsmenn Manchester United gleymdu einu af mesta efninu í sögu félagsins um helgina þegar þeir skoðuðu hvaða leikmenn voru yngstir til að spila tvö hundruð leiki fyrir Manchester United. Marcus Rashford spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United í sigri á Norwich og hélt upp á það með tveimur mörkum. Rashford er bara 22 ára og tveggja mánaða og í fyrstu héldu menn hjá Manchester United að aðeins goðsagnirnar George Best and Ryan Gigg hafi verið verið yngri þegar þeir náðu þessum tímamótum. Það þurfti hins vegar eiginkonu Norman Whiteside til að koma öllu á hreint. Hún vakti athygli á mistökunum á Twitter. Think my hubby @NormanWhiteside was younger than all three of you in actual fact https://t.co/2JEoAojdfw— Mrs W Official (@WhitesideDee) January 12, 2020 Dee, eiginkona Norman Whiteside, var nefnilega fljót að benda bæði Marcus Rashfors og Manchester United að metið væri í eigu eiginmanns síns. Norman Whiteside var nefnilega aðeins 21 árs og fjögurra mánaða þegar hann spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United. Norman Whiteside spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchetser United árið 1982 og seinna um sumarið þá bætti hann met Pele og varð sá yngsti til að spila í úrslitakeppni HM. Whiteside spilaði þá með Norður Írlandi á HM á Spáni aðeins 17 ára og 41 dags gamall. Norman Whiteside spilaði alls 274 leiki fyrir Manchester United frá 1982 til 1989 og varð tvisvar enskur bikarmeistari með félaginu en hann fór þaðan til Everton. Whiteside þótti eitt mesta efnið í sögu Manchester United en þurfti seinna að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall vegna hnémeiðsla. Appreciation tweet for the great Norman Whiteside. Never to be overlooked pic.twitter.com/X4JpvRsili— Marcus Rashford (@MarcusRashford) January 12, 2020 Yngstir til að spila 200 leiki fyrir Manchester United: Norman Whiteside: 21 árs og 4 mánaða George Best: 21 árs og 7 mánaða Ryan Giggs: 21 árs og 9 mánaða Marcus Rashford: 22 ára og 2 mánaða Cristiano Ronaldo: 22 ára og 8 mánaða Wayne Rooney: 22 ára og 11 mánaða Bobby Charlton: 24 ára og 4 mánaða
Enski boltinn Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Sjá meira