Velta sér upp úr því sem Henderson sagði við Klopp eftir sigurinn á Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:00 Jordan Henderson leyfir sínum mönnum ekkert að slaka á. Hér fagnar hann sigurmarkinu með markaskoraranum Roberto Firmino. Getty/Visionhaus Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki alltof mikið að klappa sér og sínum á bakið eftir enn einn sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir 1-0 sigur á Tottenham. Henderson sjálfur hefur verið að spila vel að undanförnu og er farinn að vinna sér inn mikið hrós hjá knattspyrnufræðingum sem margir hafa efast um burði hans hingað til. Efsemdaraddirnar eru nánast hljóðnaðar. Henderson hefur sannað sig sem leiðtogi í liði heims- og Evrópumeistaranna og er einn af stóru ástæðunum fyrir því að liðið gefur ekkert eftir þrátt fyrir frábæra stöðu í toppsæti deildarinnar. Liverpool er í raun komið með aðra höndina á langþráðan meistaratitil eftir 20 sigra í fyrsta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er einmitt þessi frábæra staða sem fékk menn til að velta sér upp úr því sem Jordan Henderson virtist segja við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp strax eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. 'This is a team that has 61 points out of 63, yet they still expect more. The mentality installed in this team is something else' There's a reason Klopp calls these guys mentality monsters https://t.co/4yHv1GEZxR— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 12, 2020 Henderson átti vissulega ekki sinn besta leik en liðið gerði nóg til að halda marki sínu hreinu og landa þremur stigum. Einn af kostum Jordan Henderson er að hann segir nær alltaf sannleikann og forðast ekki gagnrýni á sig eða á frammistöðu Liverpool liðsins. Þegar myndavélarnar voru á honum í leikslok í Tottenham leiknum þá sást Henderson fara til knattspyrnustjórans síns út á velli. Eftir að þeir föðmuðust þá var eins og hann segði við Klopp: „Þetta er ekki nógu gott, þetta var ömurlegt.“ Við vitum náttúrulega ekki hvort hann var að tala um sinn leik eða leik liðsins. Þar voru vissulega ekki allir undir sama hatti. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigurinn með góðu marki og Alisson Becker var mjög góður í markinu. Það er samt athyglisvert að strax eftir svona mikilvægan sigur þar sem lið hans er komið enn eitt stóra skrefið í átt að meistaratitlinum þá er Henderson eins jarðbundinn og menn vera. Stuðningsmenn Liverpool tóku eftir þessu og hafa hrósað fyrirliða sínum fyrir það sem þeir segja dæmi um frábært hugarfar hans og liðsins. „Þetta er liðið sem hefur náð í 61 af 63 mögulegum stigum og er með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en býst samt við meiru af sér. Hugarfar þessa liðs er eitthvað allt annað en við höfum séð,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á Twitter. Jú það er ástæða fyrir því að Jürgen Klopp kallar leikmenn sína „mentality monsters“ eða kannski „skapgerðar skrímsli“ stuðlað á íslensku. Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki alltof mikið að klappa sér og sínum á bakið eftir enn einn sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir 1-0 sigur á Tottenham. Henderson sjálfur hefur verið að spila vel að undanförnu og er farinn að vinna sér inn mikið hrós hjá knattspyrnufræðingum sem margir hafa efast um burði hans hingað til. Efsemdaraddirnar eru nánast hljóðnaðar. Henderson hefur sannað sig sem leiðtogi í liði heims- og Evrópumeistaranna og er einn af stóru ástæðunum fyrir því að liðið gefur ekkert eftir þrátt fyrir frábæra stöðu í toppsæti deildarinnar. Liverpool er í raun komið með aðra höndina á langþráðan meistaratitil eftir 20 sigra í fyrsta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er einmitt þessi frábæra staða sem fékk menn til að velta sér upp úr því sem Jordan Henderson virtist segja við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp strax eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. 'This is a team that has 61 points out of 63, yet they still expect more. The mentality installed in this team is something else' There's a reason Klopp calls these guys mentality monsters https://t.co/4yHv1GEZxR— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 12, 2020 Henderson átti vissulega ekki sinn besta leik en liðið gerði nóg til að halda marki sínu hreinu og landa þremur stigum. Einn af kostum Jordan Henderson er að hann segir nær alltaf sannleikann og forðast ekki gagnrýni á sig eða á frammistöðu Liverpool liðsins. Þegar myndavélarnar voru á honum í leikslok í Tottenham leiknum þá sást Henderson fara til knattspyrnustjórans síns út á velli. Eftir að þeir föðmuðust þá var eins og hann segði við Klopp: „Þetta er ekki nógu gott, þetta var ömurlegt.“ Við vitum náttúrulega ekki hvort hann var að tala um sinn leik eða leik liðsins. Þar voru vissulega ekki allir undir sama hatti. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigurinn með góðu marki og Alisson Becker var mjög góður í markinu. Það er samt athyglisvert að strax eftir svona mikilvægan sigur þar sem lið hans er komið enn eitt stóra skrefið í átt að meistaratitlinum þá er Henderson eins jarðbundinn og menn vera. Stuðningsmenn Liverpool tóku eftir þessu og hafa hrósað fyrirliða sínum fyrir það sem þeir segja dæmi um frábært hugarfar hans og liðsins. „Þetta er liðið sem hefur náð í 61 af 63 mögulegum stigum og er með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en býst samt við meiru af sér. Hugarfar þessa liðs er eitthvað allt annað en við höfum séð,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á Twitter. Jú það er ástæða fyrir því að Jürgen Klopp kallar leikmenn sína „mentality monsters“ eða kannski „skapgerðar skrímsli“ stuðlað á íslensku.
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira