Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2020 15:15 Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur staðfest að alls sautján sænskir ríkisborgarar hafi látið lífið í flugslysinu sem varð í Íran fyrr í vikunni. AP/Ebrahim Noroozi Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. Það var skömmu eftir að Íranar skutu fjölda eldflauga á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að flugvélin hafi verið skotin niður og má þar helst nefna myndband sem sýnir mögulega þegar flugvélin verður fyrir eldflauginni. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur staðfest að alls sautján sænskir ríkisborgarar hafi látið lífið í flugslysinu sem varð í Íran fyrr í vikunni. Áður hafði verið greint frá því að tíu Svíar hefðu látið lífið en einhver óvissa var með þjóðerni einhverra farþega vélarinnar þar sem þeir voru með tvöfalt ríkisfang. Alls fórust 176 í slysinu, farþegar og áhafnarmeðlimir, og voru frá Íran, Kanada, Úkraínu, Afganistan, Bretlandi og Þýskalandi auk Svíþjóðar. UD bekräftar att 17 personer hemmahörande i Sverige omkom i flygkraschen i Iran. De var alla någons barn, klasskompis, vän eller kollega. Mina tankar är med de anhöriga. Vi kräver att händelsen utreds skyndsamt, opartiskt och transparent. Sverige är berett att bistå i arbetet.— Ann Linde (@AnnLinde) January 10, 2020 Leiðtogar vestrænna ríkja segja útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni. Ali Abedzadeh, yfirmaður flugmálayfirvalda Íran, segist þó augljóst í augum þeirra og fullvíst að flugvélin hafi ekki orðið fyrir eldflaug. „Ef þeir eru í alvörunni vissir í sinni sök, ættu þeir að stíga fram og sýna heiminum niðurstöður sínar,“ sagði hann á blaðamannafundi í morgun. Hassan Rezaeifar, sem er yfir rannsókninni, segir að það gæti tekið allt að tvö ár að komast til botns í málinu. Þá gæti reynst erfitt að ná gögnum úr svörtu kössum flugvélarinnar þar sem þeir hafi orðið fyrir skemmdum. Úkraínumenn fengu upplýsingar frá Bandaríkjunum Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði frá því á Twitter í dag að hann hefði rætt við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fengið upplýsingar frá honum. Talsmaður forsetans sagði þessar upplýsingar vera mjög mikilvægar en sérfræðingar ættu eftir að fara yfir þau. Had a phone call with @SecPompeo. Grateful for the condolences of the American people & valuable support of the U.S. in investigating the causes of the plane crash. Information obtained from the U.S. will assist in the investigation.— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 10, 2020 New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnvalda Bandaríkjanna að leyniþjónustur ríkisins telji tveimur eldflaugum hafa verið skotið að flugvélinni. Hér að neðan má sjá myndband sem skaut upp kollinum í gær og sýnir líklega augnablikið þegar flugvélin var skotin niður. Sá sem tók myndbandið sagðist hafa byrjað að taka upp þegar hann heyrði hljóð sem hann lýsti sem byssuskoti. Það er í samræmi við heimildir NYT um að tveimur eldflaugum hafi verið skotið að flugvélinni. Sérfræðingar Bellingcat, sem hafa rannsakað örlög flugvélarinnar sem skotin var niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu um árabil, hafa fundið hvaðan þetta myndband var tekið með nákvæmum hætti. Samkvæmt niðurstöðum þeirra var myndbandið tekið upp skammt vestur af flugvellinum sem flugvélin tók á loft frá Á vef Bellingcat má sjá nákvæma útskýringu á því hvernig staðsetningin fannst. Blaðamenn New York Times komust að sömu niðurstöðu. Aðrar vísbendingar hafa einnig litið dagsins ljós. Talið er að flugvélin hafi verið skotin niður með eldflaugum sem kallast Tor M-1. Myndir hafa verið birtar á samfélagsmiðlum sem eiga að sýna nef slíkrar eldflaugar skammt frá staðnum þar sem flugvélin brotlenti. Það hefur þó ekki verið staðfest að myndirnar séu raunverulegar. The Russian-made air-defense system that might have brought down flight PS752: pic.twitter.com/w2fEJnoAtu— Radio Free Europe/Radio Liberty (@RFERL) January 10, 2020 Bandaríkin Íran Svíþjóð Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn. Það var skömmu eftir að Íranar skutu fjölda eldflauga á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að flugvélin hafi verið skotin niður og má þar helst nefna myndband sem sýnir mögulega þegar flugvélin verður fyrir eldflauginni. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur staðfest að alls sautján sænskir ríkisborgarar hafi látið lífið í flugslysinu sem varð í Íran fyrr í vikunni. Áður hafði verið greint frá því að tíu Svíar hefðu látið lífið en einhver óvissa var með þjóðerni einhverra farþega vélarinnar þar sem þeir voru með tvöfalt ríkisfang. Alls fórust 176 í slysinu, farþegar og áhafnarmeðlimir, og voru frá Íran, Kanada, Úkraínu, Afganistan, Bretlandi og Þýskalandi auk Svíþjóðar. UD bekräftar att 17 personer hemmahörande i Sverige omkom i flygkraschen i Iran. De var alla någons barn, klasskompis, vän eller kollega. Mina tankar är med de anhöriga. Vi kräver att händelsen utreds skyndsamt, opartiskt och transparent. Sverige är berett att bistå i arbetet.— Ann Linde (@AnnLinde) January 10, 2020 Leiðtogar vestrænna ríkja segja útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni. Ali Abedzadeh, yfirmaður flugmálayfirvalda Íran, segist þó augljóst í augum þeirra og fullvíst að flugvélin hafi ekki orðið fyrir eldflaug. „Ef þeir eru í alvörunni vissir í sinni sök, ættu þeir að stíga fram og sýna heiminum niðurstöður sínar,“ sagði hann á blaðamannafundi í morgun. Hassan Rezaeifar, sem er yfir rannsókninni, segir að það gæti tekið allt að tvö ár að komast til botns í málinu. Þá gæti reynst erfitt að ná gögnum úr svörtu kössum flugvélarinnar þar sem þeir hafi orðið fyrir skemmdum. Úkraínumenn fengu upplýsingar frá Bandaríkjunum Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði frá því á Twitter í dag að hann hefði rætt við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fengið upplýsingar frá honum. Talsmaður forsetans sagði þessar upplýsingar vera mjög mikilvægar en sérfræðingar ættu eftir að fara yfir þau. Had a phone call with @SecPompeo. Grateful for the condolences of the American people & valuable support of the U.S. in investigating the causes of the plane crash. Information obtained from the U.S. will assist in the investigation.— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 10, 2020 New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnvalda Bandaríkjanna að leyniþjónustur ríkisins telji tveimur eldflaugum hafa verið skotið að flugvélinni. Hér að neðan má sjá myndband sem skaut upp kollinum í gær og sýnir líklega augnablikið þegar flugvélin var skotin niður. Sá sem tók myndbandið sagðist hafa byrjað að taka upp þegar hann heyrði hljóð sem hann lýsti sem byssuskoti. Það er í samræmi við heimildir NYT um að tveimur eldflaugum hafi verið skotið að flugvélinni. Sérfræðingar Bellingcat, sem hafa rannsakað örlög flugvélarinnar sem skotin var niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu um árabil, hafa fundið hvaðan þetta myndband var tekið með nákvæmum hætti. Samkvæmt niðurstöðum þeirra var myndbandið tekið upp skammt vestur af flugvellinum sem flugvélin tók á loft frá Á vef Bellingcat má sjá nákvæma útskýringu á því hvernig staðsetningin fannst. Blaðamenn New York Times komust að sömu niðurstöðu. Aðrar vísbendingar hafa einnig litið dagsins ljós. Talið er að flugvélin hafi verið skotin niður með eldflaugum sem kallast Tor M-1. Myndir hafa verið birtar á samfélagsmiðlum sem eiga að sýna nef slíkrar eldflaugar skammt frá staðnum þar sem flugvélin brotlenti. Það hefur þó ekki verið staðfest að myndirnar séu raunverulegar. The Russian-made air-defense system that might have brought down flight PS752: pic.twitter.com/w2fEJnoAtu— Radio Free Europe/Radio Liberty (@RFERL) January 10, 2020
Bandaríkin Íran Svíþjóð Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04
Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45