Loðnuleiðangurinn nýtir glugga í dag til að kanna Vestfjarðamið Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2020 10:05 Ferlar skipanna klukkan tíu í morgun. Ljósblár er Árni Friðriksson, bleikur er Hákon og gulur er Polar Amaroq. Mynd/Hafrannsóknastofnun. Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun eftir tveggja daga hlé vegna brælu. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi við tímann til að kanna eins mikið af Vestfjarðamiðum og unnt er áður en næsta bræla skellur á. „Við eigum bara von á vinnuveðri út daginn í dag,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni á tíunda tímanum í morgun. Áhersla verður lögð á að kanna landgrunnskantinn út af Vestfjörðum suður fyrir Víkurál. Árni Friðriksson verður austast, Polar Amaroq vestast og Hákon kannar svo svæðið á milli þeirra. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við komumst ekki langt norður út af ís en breiður af honum hafa verið að síga inn á svæðið,“ sagði Birkir. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hann gerði ráð fyrir að þessari leitarumferð lyki næsta sólarhringinn. Hafrannsóknaskipið myndi væntanlega koma inn til Reykjavíkur annaðhvort á morgun, laugardag, eða á sunnudagsmorgni. Leitin til þessa hefur ekki gefið tilefni til bjartsýni um að unnt verði að heimila loðnuveiðar en niðurstöður leiðangursins verða teknar saman og birtar í næstu viku. Stefnt er á annan loðnuleitarleiðangur í febrúar og er miðað við að hann hefjist 5. febrúar. Ellefu dagar eru frá því Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík, eins og sjá mátti þann daginn í frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Hornafjörður Ísafjarðarbær Langanesbyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun eftir tveggja daga hlé vegna brælu. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi við tímann til að kanna eins mikið af Vestfjarðamiðum og unnt er áður en næsta bræla skellur á. „Við eigum bara von á vinnuveðri út daginn í dag,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni á tíunda tímanum í morgun. Áhersla verður lögð á að kanna landgrunnskantinn út af Vestfjörðum suður fyrir Víkurál. Árni Friðriksson verður austast, Polar Amaroq vestast og Hákon kannar svo svæðið á milli þeirra. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við komumst ekki langt norður út af ís en breiður af honum hafa verið að síga inn á svæðið,“ sagði Birkir. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hann gerði ráð fyrir að þessari leitarumferð lyki næsta sólarhringinn. Hafrannsóknaskipið myndi væntanlega koma inn til Reykjavíkur annaðhvort á morgun, laugardag, eða á sunnudagsmorgni. Leitin til þessa hefur ekki gefið tilefni til bjartsýni um að unnt verði að heimila loðnuveiðar en niðurstöður leiðangursins verða teknar saman og birtar í næstu viku. Stefnt er á annan loðnuleitarleiðangur í febrúar og er miðað við að hann hefjist 5. febrúar. Ellefu dagar eru frá því Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík, eins og sjá mátti þann daginn í frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Hornafjörður Ísafjarðarbær Langanesbyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18