Tveir skjálftar að stærð 3,7 hafa mælst í dag um fimm kílómetra norðnorðaustur af Grindavík.
Annar varð klukkan 13:52 og hinn klukkan 15:14 samkvæmt tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Skjálftarnir fundust á Reykjanesinu, Höfuðborgarsvæðinu og norður í Borgarnes.
Um 20 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu (þegar þetta er skrifað) þar af nokkrir yfir þremur stigum.
Tveir til þrír skjálftar af þessari stærð mælast árlega á Reykjanesskaganum. Jarðskjálftahrinan er enn í gangi.
Jarðskjálftahrina norður af Grindavík
