Litla baunin leysir ljónið frá Svíþjóð af hólmi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2020 12:00 Hernandez í treyju Sevilla. Vísir/Getty Javier Hernandez eða „Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári. Þetta staðfesti Hernandez sjálfur í viðtali við LA Times í gærdag. Þar talaði hann um að þetta væri rétti tíminn og rétta tækifærið. Hernandez er frá Mexíkó og er því kominn nálægt heimaslóðum. Samkvæmt heimildum BBC Sport verður hann einnig launahæsti leikmaður deildarinnar og eflaust hefur það haft sitt að segja að þessi 31 árs gamli framherji ákvað að fara úr spænsku úrvalsdeildinni yfir í MLS deildina. Jonathan Dos Santos, samherji Hernandez í mexíkóska landsliðinu er einnig á mála hjá LA Galaxy. Þá er Carlos Vela, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar á síðustu leiktíð, í hinu Los Angeles liðinu sem heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Hernandez sagði jafnframt við LA Times að þetta væri kjörið tækifæri til að leika listir sínir fyrir framan mexíkóska aðdáendur sem og að tryggja sæti sitt í framlínu Mexíkó fyrir HM sem fram fer 2022 í Katar. Hinn 31 árs gamli Hernandez gerði garðinn frægan hjá Manchester United, þar lék hann 103 leiki og skoraði alls 37 mörk. Þaðan fór hann svo til Real Madrid á láni áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti leikmanninn. Þar blómstraði Hernandez og skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik í þýsku Bundesligunni. Eftir dvölina í Þýskalandi gekk Hernandez í raðir West Ham United áður en hann gekk svo til liðs við Sevilla síðasta sumar. Ekki gengu hlutirnir upp hjá Sevilla og ákvað spænska félagið að selja Hernandez til Bandaríkjanna. Þá hefur Hernandez spilað 109 leiki fyrir Mexíkó og gert í þeim 52 mörk. Talið er að Galaxy borgi 8.5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning. Galaxy rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en félagið er sigursælasta félag í sögu MLS með fimm titla alls. Javier Hernandez confirms his move to LA Galaxy in an interview with the @latimes "It was the right time, the right opportunity" pic.twitter.com/f1mM9AFiqB— B/R Football (@brfootball) January 21, 2020 MLS Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Javier Hernandez eða „Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári. Þetta staðfesti Hernandez sjálfur í viðtali við LA Times í gærdag. Þar talaði hann um að þetta væri rétti tíminn og rétta tækifærið. Hernandez er frá Mexíkó og er því kominn nálægt heimaslóðum. Samkvæmt heimildum BBC Sport verður hann einnig launahæsti leikmaður deildarinnar og eflaust hefur það haft sitt að segja að þessi 31 árs gamli framherji ákvað að fara úr spænsku úrvalsdeildinni yfir í MLS deildina. Jonathan Dos Santos, samherji Hernandez í mexíkóska landsliðinu er einnig á mála hjá LA Galaxy. Þá er Carlos Vela, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar á síðustu leiktíð, í hinu Los Angeles liðinu sem heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Hernandez sagði jafnframt við LA Times að þetta væri kjörið tækifæri til að leika listir sínir fyrir framan mexíkóska aðdáendur sem og að tryggja sæti sitt í framlínu Mexíkó fyrir HM sem fram fer 2022 í Katar. Hinn 31 árs gamli Hernandez gerði garðinn frægan hjá Manchester United, þar lék hann 103 leiki og skoraði alls 37 mörk. Þaðan fór hann svo til Real Madrid á láni áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti leikmanninn. Þar blómstraði Hernandez og skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik í þýsku Bundesligunni. Eftir dvölina í Þýskalandi gekk Hernandez í raðir West Ham United áður en hann gekk svo til liðs við Sevilla síðasta sumar. Ekki gengu hlutirnir upp hjá Sevilla og ákvað spænska félagið að selja Hernandez til Bandaríkjanna. Þá hefur Hernandez spilað 109 leiki fyrir Mexíkó og gert í þeim 52 mörk. Talið er að Galaxy borgi 8.5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning. Galaxy rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en félagið er sigursælasta félag í sögu MLS með fimm titla alls. Javier Hernandez confirms his move to LA Galaxy in an interview with the @latimes "It was the right time, the right opportunity" pic.twitter.com/f1mM9AFiqB— B/R Football (@brfootball) January 21, 2020
MLS Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“