Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United í gær er liðin mættust í stórleik helgarinnar á Anfield.
Virgil van Dijk kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik og í uppbótatímanum tvöfaldaði svo Mo Salah forystuna. Magnaður sigur Liverpool.
Liverpool er á hraðri leið að verða enskur meistari en liðið er aftur búið að gera Anfield að rosalegu vígi.
Liðið hefur unnið nítján heimaleiki í röð á Anfield og er því tveimur sigurleikjum frá því að jafna met, sem einmitt Liverpool á.
Liverpool have now won their last 19 home league games
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 19, 2020
PL record:
Man City (Mar 2011-Mar 2012)
English top division record:
Liverpool (Jan-Dec 1972)
Liverpool vann nefnilega 21 heimaleik í röð á árinu 1972 en liðið tapaði ekki heimaleik frá janúarmánuði fram til desember.
Manchester City er í öðru sætinu yfir besta heimavallarárangurinn en liðið vann 20 leiki; frá mars 2011 til mars 2012. Liðið varð einmitt enskur meistari árið 2012.