Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2020 16:30 Ramsdale í leik gegn Manchester City. EPA-EFE/Dave Thompson Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur enska B-deildarfélagið Bournemouth – sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum – samþykkt tilboð Sheffield United upp á 18.5 milljónir punda í enska markvörðinn Aaron Ramsdale. Sheffield United to sign Aaron Ramsdale from Bournemouth for £18.5m https://t.co/v9UHqeQbox— Guardian sport (@guardian_sport) August 15, 2020 Hinn 22 ára gamli Ramsdale þótti standa sig vel milli stanganna hjá Bournemouth á nýafstöðnu tímabili þó svo að félagið hafi fallið. Vegna fallsins sem og kórónufaraldursins þarf félagið að selja eitthvað af sínum stærstu nöfnum. Nú þegar hefur varnarmaðurinn Nathan Aké verið seldur til Manchester City. Það sem gerir þessi vistaskipti Ramsdale áhugaverð er hvað þau þýða fyrir framtíð Dean Henderson. Sá hefur varið mark Sheffield með miklum sóma undanfarin tvö ár en hann hefur verið á láni frá Manchester United. Henderson sjálfur telur sig nægilega góðan til að spila fyrir Manchester United en Ole Gunnar Solskjær – þjálfari liðsins – virðist ekki vilja bekkja David De Gea þó sá spænski hafi gert full miið af mistökum undanfarin misseri. Henderson vill spila með liði sem tekur þátt í Evrópukeppni því hann telur það auka líkur sínar á að slá Jordan Pickford út sem aðalmarkvörð enska landsliðsins. Það er því ljóst að hann hefur ekki áhuga á að fara aftur til Manchester United til þess eins að sitja á bekknum. Vitað er að bæði Chelsea og Tottenham Hotspur horfa hýru auga til markvarðarins en Frank Lampard hefur enga trú á Kepa Arrizabagala og þá verður Willy Caballero samningslaus á næstu dögum. Þá virðist José Mourinho vilja markvörð sem hentar leikstíl sínum betur heldur en hinn franski Hugo Lloris. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur enska B-deildarfélagið Bournemouth – sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum – samþykkt tilboð Sheffield United upp á 18.5 milljónir punda í enska markvörðinn Aaron Ramsdale. Sheffield United to sign Aaron Ramsdale from Bournemouth for £18.5m https://t.co/v9UHqeQbox— Guardian sport (@guardian_sport) August 15, 2020 Hinn 22 ára gamli Ramsdale þótti standa sig vel milli stanganna hjá Bournemouth á nýafstöðnu tímabili þó svo að félagið hafi fallið. Vegna fallsins sem og kórónufaraldursins þarf félagið að selja eitthvað af sínum stærstu nöfnum. Nú þegar hefur varnarmaðurinn Nathan Aké verið seldur til Manchester City. Það sem gerir þessi vistaskipti Ramsdale áhugaverð er hvað þau þýða fyrir framtíð Dean Henderson. Sá hefur varið mark Sheffield með miklum sóma undanfarin tvö ár en hann hefur verið á láni frá Manchester United. Henderson sjálfur telur sig nægilega góðan til að spila fyrir Manchester United en Ole Gunnar Solskjær – þjálfari liðsins – virðist ekki vilja bekkja David De Gea þó sá spænski hafi gert full miið af mistökum undanfarin misseri. Henderson vill spila með liði sem tekur þátt í Evrópukeppni því hann telur það auka líkur sínar á að slá Jordan Pickford út sem aðalmarkvörð enska landsliðsins. Það er því ljóst að hann hefur ekki áhuga á að fara aftur til Manchester United til þess eins að sitja á bekknum. Vitað er að bæði Chelsea og Tottenham Hotspur horfa hýru auga til markvarðarins en Frank Lampard hefur enga trú á Kepa Arrizabagala og þá verður Willy Caballero samningslaus á næstu dögum. Þá virðist José Mourinho vilja markvörð sem hentar leikstíl sínum betur heldur en hinn franski Hugo Lloris.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira