Slökktu á kerfum sjónaukans Spitzer Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 23:17 Spitzer er á sambærilegri sporbraut um sólina og jörðin. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, slökktu í kvöld á Spitzer sjónaukanum sem hefur tekið infrarauðar myndir af alheiminum í tæp sautján ár. Skipunin var send skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en það tók skipunina um fimmtán mínútur að ná til sjónaukans, sem er á braut um sólina á svipuðum ferli og jörðin. Happening now: The safe mode command has been sent to Spitzer. It takes about 15 minutes for the command to reach the telescope. #SpitzerFinalVoyage— NASA Spitzer (@NASAspitzer) January 30, 2020 Á þessum tæpu sautján árum hefur Spitzer tekið fjölda stórfenglegra mynda af fjarlægum sólkerfum sem hafa aukið skilning okkar á alheiminum og þeim lögmálum sem hann fylgir. Með því að nota gögn frá Spitzer tókst geimvísindamönnum til dæmis að uppgötva Trappist-1 sólkerfið sem inniheldur sjö reikistjörnur á stærð við jörðina. Sjá einnig: Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Spitzer var skotið á loft þann 25. ágúst 2003. Sjónaukinn var einn af fjórum stórum sjónaukum sem NASA skaut á loft á þeim tíma og notaðir voru til að rannsaka víðáttur geimsins. Tveir þeirra, Hubble og Chandra X-Rey Observatory, eru enn í notkun. Sá fjórði, Compton Gamma Ray Observatory, var látinn brenna upp í gufuhvolfinu árið 2000 vegna bilunar. Spitzer mun þó ekki hljóta sömu örlög. Þó slökkt hafi verið á kerfum sjónaukans mun hann líklegast eiga sér langa sögu. Áætlað er að Spitzer verði á braut um sólina í um sextíu ár en þá mun sjónaukinn fara af braut og þjóta út í stjörnuþokuna. Fyrr í mánuðinum birti NASA myndband þar sem farið var yfir feril Spitzer. Það myndband má sjá hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá nokkrar af flottustu myndunum sem teknar voru með Spitzer. Fleiri myndir og upplýsingar má finna hér á vef CalTech. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, slökktu í kvöld á Spitzer sjónaukanum sem hefur tekið infrarauðar myndir af alheiminum í tæp sautján ár. Skipunin var send skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en það tók skipunina um fimmtán mínútur að ná til sjónaukans, sem er á braut um sólina á svipuðum ferli og jörðin. Happening now: The safe mode command has been sent to Spitzer. It takes about 15 minutes for the command to reach the telescope. #SpitzerFinalVoyage— NASA Spitzer (@NASAspitzer) January 30, 2020 Á þessum tæpu sautján árum hefur Spitzer tekið fjölda stórfenglegra mynda af fjarlægum sólkerfum sem hafa aukið skilning okkar á alheiminum og þeim lögmálum sem hann fylgir. Með því að nota gögn frá Spitzer tókst geimvísindamönnum til dæmis að uppgötva Trappist-1 sólkerfið sem inniheldur sjö reikistjörnur á stærð við jörðina. Sjá einnig: Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Spitzer var skotið á loft þann 25. ágúst 2003. Sjónaukinn var einn af fjórum stórum sjónaukum sem NASA skaut á loft á þeim tíma og notaðir voru til að rannsaka víðáttur geimsins. Tveir þeirra, Hubble og Chandra X-Rey Observatory, eru enn í notkun. Sá fjórði, Compton Gamma Ray Observatory, var látinn brenna upp í gufuhvolfinu árið 2000 vegna bilunar. Spitzer mun þó ekki hljóta sömu örlög. Þó slökkt hafi verið á kerfum sjónaukans mun hann líklegast eiga sér langa sögu. Áætlað er að Spitzer verði á braut um sólina í um sextíu ár en þá mun sjónaukinn fara af braut og þjóta út í stjörnuþokuna. Fyrr í mánuðinum birti NASA myndband þar sem farið var yfir feril Spitzer. Það myndband má sjá hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá nokkrar af flottustu myndunum sem teknar voru með Spitzer. Fleiri myndir og upplýsingar má finna hér á vef CalTech.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent