Íslenski boltinn

Arnar hvetur ís­lenska dómara til að fara út að hlaupa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. vísir/bára

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær.

Arnar fékk að líta rauða spjaldið er um stundarfjórðungur var eftir af leiknum er hann var ósáttur með mark sem Breiðablik skoraði.

Það var svo að endingu dæmt af en Arnar sagði í Fótbolti.net eftir leikinn að leikurinn væri orðinn það hraður að dómararnir þyrftu að fylgja betur með.

„Fótboltinn á Íslandi er orðinn mjög hraður en dómararnir hafa ekki fylgt nægilega vel eftir. Þetta er ekki bara ég að kvarta. Það eru mistök gerð og dómararnir þurfa að stíga upp,“ sagði Arnar í samtali við Elvar Geir Magnússon.

„Ég veit að allir eru að gera sitt besta og leikurinn í kvöld var mjög hraður. Þetta er erfitt fyrir dómarana en farið út að hlaupa og gerið bara betur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×