Erlent

Segir Trump ekki valda starfinu

Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
MIchelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna.
MIchelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. AP/DNC

Michelle Obama fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna sendi í gærkvöldi frá sér ávarp sem spilað var á flokksþingi Demókrata sem að mestu fer fram á netinu. Í ræðu sinni segir Michelle að Donald Trump sé ekki rétti forsetinn fyrir Bandaríkin. Hún segir Trump ekki valda starfinu og að það sé ógjörningur að plata sig í gegnum slíkt starf.

Þá bætti hún því við að efnahagur Bandaríkjanna sé á heljarþröm út af kórónuveirunni sem Trump hafi gert allt of lítið úr í allt of langan tíma. Trump hafi fengið meira en nægan tíma til að sanna fyrir þjóð sinni að hann valdi starfinu en hann sé augljóslega ekki að gera það.

„Ef þið haldið að staðan geti ekki orðið verri, treystið mér, hún getur það og hún mun verða verri ef við breytum ekki til í þessum kosningum,“ sagði Obama.

Að lokum hlóð hún Joe Biden forsetaframbjóðanda Demókrata lofi og sagði hann góðan mann. Bandaríkjamenn verði að kjósa Biden, því lífið liggi við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×