Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 16:48 Nancy Pelosi klappar eftirminnilega fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir stefnuræðu hans í fyrra. Þá voru demókratar nýteknir við meirihluta í fulltrúadeildinni. Vísir/Getty Bandarískir þingmenn sem greiða að líkindum atkvæði um hvort sýkna eigi eða sakfella Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á morgun hlýða á stefnuræðu hans í sameinuðu þingi í kvöld. Forsetinn er sagður ætla að leggja áherslu á „bjartsýni“ og afrek sín í embætti í aðdraganda kosninga sem fara fram síðar á árinu. Trump flytur árlega stefnuræðu forseta fyrir sameinuðu Bandaríkjaþingi í sal fulltrúadeildarinnar þar sem hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir innan við tveimur mánuðum. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump í atkvæðagreiðslu á morgun. Washington Post hefur eftir ráðgjöfum forsetans að meginstef stefnuræðunnar verði „mikla endurkoma Bandaríkjanna“ og að hann ætli að leggja upp með „gegndarlausa bjartsýni“. Óljóst er hvort að Trump nýti tækifærið til að barma sér yfir málsmeðferð þingsins á kærunni á hendur honum. Einhverjir þingmenn repúblikana eru sagðir hafa ráðið forsetanum frá því að ræða kæruferlið eða hrósa sigri í ræðunni. Búist við sýknu á morgun Öldungadeildin hélt áfram að fjalla um kærurnar í dag með lokamálflutningsræðum sækjenda fulltrúadeildarinnar og verjenda forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, hvatti þingmenn til að sýkna Trump og sakaði demókrata um að reyna að ná fram hefndum fyrir kosningaósigur sinn árið 2016. Chuck Schumer, leiðtogi minnihluta demókrata, hélt á móti fram að Trump forseti væri ógn við lýðræði í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Trump var kærður fyrir að misnota vald sitt með því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Repúblikanar í öldungadeildinni felldu tillögu um að kalla til vitni eða leggja fram ný gögn í málinu þrátt fyrir að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi lýst sig tilbúinn til að gefa öldungadeildinni skýrslu. Í handriti að bók sem Bolton hefur skrifað um veru sína í Hvíta húsinu er hann sagður lýsa því hvernig Trump notaði hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu til þess að kúga Úkraínumenn til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum á þessu ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Bandarískir þingmenn sem greiða að líkindum atkvæði um hvort sýkna eigi eða sakfella Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á morgun hlýða á stefnuræðu hans í sameinuðu þingi í kvöld. Forsetinn er sagður ætla að leggja áherslu á „bjartsýni“ og afrek sín í embætti í aðdraganda kosninga sem fara fram síðar á árinu. Trump flytur árlega stefnuræðu forseta fyrir sameinuðu Bandaríkjaþingi í sal fulltrúadeildarinnar þar sem hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir innan við tveimur mánuðum. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump í atkvæðagreiðslu á morgun. Washington Post hefur eftir ráðgjöfum forsetans að meginstef stefnuræðunnar verði „mikla endurkoma Bandaríkjanna“ og að hann ætli að leggja upp með „gegndarlausa bjartsýni“. Óljóst er hvort að Trump nýti tækifærið til að barma sér yfir málsmeðferð þingsins á kærunni á hendur honum. Einhverjir þingmenn repúblikana eru sagðir hafa ráðið forsetanum frá því að ræða kæruferlið eða hrósa sigri í ræðunni. Búist við sýknu á morgun Öldungadeildin hélt áfram að fjalla um kærurnar í dag með lokamálflutningsræðum sækjenda fulltrúadeildarinnar og verjenda forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, hvatti þingmenn til að sýkna Trump og sakaði demókrata um að reyna að ná fram hefndum fyrir kosningaósigur sinn árið 2016. Chuck Schumer, leiðtogi minnihluta demókrata, hélt á móti fram að Trump forseti væri ógn við lýðræði í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Trump var kærður fyrir að misnota vald sitt með því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Repúblikanar í öldungadeildinni felldu tillögu um að kalla til vitni eða leggja fram ný gögn í málinu þrátt fyrir að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi lýst sig tilbúinn til að gefa öldungadeildinni skýrslu. Í handriti að bók sem Bolton hefur skrifað um veru sína í Hvíta húsinu er hann sagður lýsa því hvernig Trump notaði hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu til þess að kúga Úkraínumenn til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum á þessu ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira