Fjórir ákærðir fyrir njósnir í Danmörku í „afar flóknu“ máli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2020 15:14 Frá aðgerðum lögreglu árið 2018. Vísir/EPA Yfirvöld í Danmörku hafa handtekið og ákært þrjá íranska ríkisborgara fyrir njósnir í þágu Sádí-Arabíu. Fjórði maðurinn hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í að skipuleggja árás innan danskra landamæra, árás sem átti að beinast gegn hóps aðskilnaðarsinna sem mennirnir þrír fyrrnefndu eru meðlimir í. Frá þessu var greint á blaðamannafundi dönsku öryggislögreglunnar PET. Mennirnir þrír sem eru í haldi í Danmörku eru sagðir vera meðlimir ASMLA-hópsins, hreyfingar sem berst fyrir sjálfstæði Ahwaz-héraðs í suðvesturhluta Írans. Er þeim gefið að sök að hafa njósnað um einstaklinga í Danmörku í þágu yfirvalda í Sádí-Arabíu á árunum 2012 til 2018. Fjórði maðurinn er ekki í haldi lögreglu í Danmörku en hann er sagður vera meðlimur írönsku leyniþjónustunnar. Er honum gefið að sök að hafa átt þátt í að skipuleggja fyrirhugaða árás írönsku leyniþjónustunnar gegn einstaklingum í Danmörku árið 2018.Árásin var aldrei framin en norskur ríkisborgari af írönskum uppruna var handtekinn í Svíþjóð í október 2018, grunaður um að hafa aðstoðað írönsku leyniþjónustuna við að skipuleggja árás á danskri jörð. Er leyniþjónustumanninum sem nú hefur verið ákærður gefið að sök að hafa verið í sambandi við norska ríkisborgarannan sem átti að fremja árásina, sem að sögn danskra fjölmiðla átti að beinast gegn leiðtoga ASMLA-hópsins, samtakanna sem hinir mennirnir þrír eru meðlimir í. Finn Borch Andersen, yfirmaður PET, segir málið afar flókið en það teygir anga sína til Hollands, sem handtók nokkra í tengslum við málið í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað utanríkismálanefnd danska þingsins á sérstakan fund vegna málsins, en hann segir málið algjörlega óásættanlegt. Danmörk Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir hugðu á árás á danskri jörð Lögregla í Danmörku telur að útsendarar írönsku leyniþjónustunnar hafi haft í hyggju að framkvæma árás gegn fólki í Danmörku. 30. október 2018 13:05 Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar. 8. janúar 2019 11:57 Standa með Dönum í deilunni vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Norðurlöndin sýni dönskum yfirvöldum fulla samstöðu vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar á danskri jörð og greint var frá í gær. 31. október 2018 18:47 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Yfirvöld í Danmörku hafa handtekið og ákært þrjá íranska ríkisborgara fyrir njósnir í þágu Sádí-Arabíu. Fjórði maðurinn hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í að skipuleggja árás innan danskra landamæra, árás sem átti að beinast gegn hóps aðskilnaðarsinna sem mennirnir þrír fyrrnefndu eru meðlimir í. Frá þessu var greint á blaðamannafundi dönsku öryggislögreglunnar PET. Mennirnir þrír sem eru í haldi í Danmörku eru sagðir vera meðlimir ASMLA-hópsins, hreyfingar sem berst fyrir sjálfstæði Ahwaz-héraðs í suðvesturhluta Írans. Er þeim gefið að sök að hafa njósnað um einstaklinga í Danmörku í þágu yfirvalda í Sádí-Arabíu á árunum 2012 til 2018. Fjórði maðurinn er ekki í haldi lögreglu í Danmörku en hann er sagður vera meðlimur írönsku leyniþjónustunnar. Er honum gefið að sök að hafa átt þátt í að skipuleggja fyrirhugaða árás írönsku leyniþjónustunnar gegn einstaklingum í Danmörku árið 2018.Árásin var aldrei framin en norskur ríkisborgari af írönskum uppruna var handtekinn í Svíþjóð í október 2018, grunaður um að hafa aðstoðað írönsku leyniþjónustuna við að skipuleggja árás á danskri jörð. Er leyniþjónustumanninum sem nú hefur verið ákærður gefið að sök að hafa verið í sambandi við norska ríkisborgarannan sem átti að fremja árásina, sem að sögn danskra fjölmiðla átti að beinast gegn leiðtoga ASMLA-hópsins, samtakanna sem hinir mennirnir þrír eru meðlimir í. Finn Borch Andersen, yfirmaður PET, segir málið afar flókið en það teygir anga sína til Hollands, sem handtók nokkra í tengslum við málið í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað utanríkismálanefnd danska þingsins á sérstakan fund vegna málsins, en hann segir málið algjörlega óásættanlegt.
Danmörk Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir hugðu á árás á danskri jörð Lögregla í Danmörku telur að útsendarar írönsku leyniþjónustunnar hafi haft í hyggju að framkvæma árás gegn fólki í Danmörku. 30. október 2018 13:05 Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar. 8. janúar 2019 11:57 Standa með Dönum í deilunni vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Norðurlöndin sýni dönskum yfirvöldum fulla samstöðu vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar á danskri jörð og greint var frá í gær. 31. október 2018 18:47 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Íranir hugðu á árás á danskri jörð Lögregla í Danmörku telur að útsendarar írönsku leyniþjónustunnar hafi haft í hyggju að framkvæma árás gegn fólki í Danmörku. 30. október 2018 13:05
Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar. 8. janúar 2019 11:57
Standa með Dönum í deilunni vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Norðurlöndin sýni dönskum yfirvöldum fulla samstöðu vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar á danskri jörð og greint var frá í gær. 31. október 2018 18:47