Stjórnmálaflokkar fari ekki í kapphlaup um athygli Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 11:35 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var á meðal gesta í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, varar við því að íslenskir stjórnmálaflokkar reyni að nýta sér ástandið vegna kórónuveirufaraldursins í pólitískum tilgangi. Atvinnuvegaráðherra telur að daglegir upplýsingafundir drepi allt lýðskrum. Áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins var til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísaði Þorgerðu Katrín til fenginnar reynslu af fjármálahruninu þar sem farið hefði af stað kapphlaup á milli flokkanna um lausnir. „Þá voru allir að hugsa um í rauninni hvernig hver og einn flokkur kæmi út úr þessu, koma með tillögur, fara að bjóða betur og meira,“ sagði Þorgerður Katrín Gagnrýndi hún áköll sem væru þegar komin fram um að landinu yrði lokað. Nefndi hún sérstaklega núverandi þingmenn* og nokkra fyrrverandi þingmenn Framsóknarflokksins sem efuðust um að veirusérfræðingar stæðu sig. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sakaði Þorgerði Katrínu um að gera málið pólitískt með því að draga þingmenn Framsóknarflokksins inn í það. „Mér finnst þetta sorglegt að fara svona inn í viðkvæm mál með þessum hætti,“ sagði Lilja sem biðlaði til fólks um að sýna ábyrgð. Sagðist Þorgerður Katrín taka undir það. „Þá bið ég ekki síst Lilju og Framsóknarflokkinn um að sýna ábyrgð og ekki fara í kapphlaup um yfirlýsingar og athygli,“ sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagðist telja að daglegir upplýsingafundir almannavarna og landlæknis hafi verið til þess fallnir að „drepa allt lýðskrum“. „Það er algert lykilatriði í þessum aðstæðum þegar þú verður síðan á endanum með samfélag þar sem fleiri og fleiri verða hræddir, hræddir um sitt fólk sem er veikt, hræddir um sína stöðu varðandi atvinnu og annað slíkt,“ sagði hún. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/Einar Alþjóðasamfélagið ekki sýnt sínar bestu hliðar í faraldrinum Varðandi viðbrögð annarra ríkja við faraldrinum sagðist Þórdís Kolbrún telja að alþjóðasamfélagið hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar. Nokkur ríki, þar á meðal nokkur nágrannaríki Íslands, hafa gripið til ferðabanns án samráðs við helstu bandalagsríki sín. Þórdís Kolbrún sagðist hafa áhyggjur af viðbrögðum sumra erlendra ríkja við faraldrinum, hvort sem það væru Bandaríkin eða lönd sem stæðu Íslandi mun nær. Bandaríkin settu miklar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu í gær og Danmörk og Noregur hafa gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum. Sjá einnig: Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku „Það er sérstakt að finna fyrir því að þegar verkefnin verða svona þung, flókin og erfið að þetta séu viðbrögðin. Þau eru að mörgu leyti mannleg en ég hefði viljað sjá annars konar viðbrögð,“ sagði ráðherrann. Benti Þórdís Kolbrún á að þó að margt hefði breyst í heiminum á aðeins örfáum vikum væri ástandið enn á frumstigi. „Við erum kannski sem alþjóðasamfélag ekki að sýna okkar allra bestu hliðar,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/vilhelm Reynir á þolrifin í samskiptum þjóða Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng og sagði að ástandið ætti eftir að reyna á þolrif í samskiptum þjóða. Gríðarlega mikilvægt væri að vinna að því að bæta samskiptin þar sem ekkert yrði leyst án alþjóðlegrar samvinnu. Þorgerður Katrín sagði að hún hefði viljað sjá meira samstarf vegna faraldursins á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Samvinna lýðræðisríkja væri hluti ástæðu þess að hægt hafi verið að byggja upp efnahagslega og félagslega velsæld. Ekki mætti víkja frá lýðræðislegum leikreglum og samvinnu vestrænna lýðræðisríkja. „Þegar vinir okkar eru að haga sér með einhverjum þeim hætti sem hugsanlega getur ógnað lýðræðislegum undirstöðum þá er vinur sá sem til vamms segir,“ sagði Þorgerður Katrín. Gripi íslensk stjórnvöld til þess að loka landamærum yrði það á grunni ráðlegginga okkar færasta fólks, ólíkt því sem hefði gerst í Danmörku þar sem ákvörðunin hafi verið pólitísk. Lilja taldi viðbrögð Bandaríkjanna og Norðurlandanna skýrast af því að ríkin hafi ekki verið tilbúin fyrir faraldurinn. *Uppfært 13:35 Eftir að fréttin birtist kom Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á framfæri þeirri áréttingu að þegar hún talaði um að núverandi og fyrrverandi þingmenn hafi efast um álit veirufræðinga í Sprengisandi hafi hún átt við núverandi þingmenn ótiltekinna flokka auk fyrrverandi þingmanna Framsóknarflokksins, ekki núverandi þingmenn þess flokks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, varar við því að íslenskir stjórnmálaflokkar reyni að nýta sér ástandið vegna kórónuveirufaraldursins í pólitískum tilgangi. Atvinnuvegaráðherra telur að daglegir upplýsingafundir drepi allt lýðskrum. Áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins var til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísaði Þorgerðu Katrín til fenginnar reynslu af fjármálahruninu þar sem farið hefði af stað kapphlaup á milli flokkanna um lausnir. „Þá voru allir að hugsa um í rauninni hvernig hver og einn flokkur kæmi út úr þessu, koma með tillögur, fara að bjóða betur og meira,“ sagði Þorgerður Katrín Gagnrýndi hún áköll sem væru þegar komin fram um að landinu yrði lokað. Nefndi hún sérstaklega núverandi þingmenn* og nokkra fyrrverandi þingmenn Framsóknarflokksins sem efuðust um að veirusérfræðingar stæðu sig. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sakaði Þorgerði Katrínu um að gera málið pólitískt með því að draga þingmenn Framsóknarflokksins inn í það. „Mér finnst þetta sorglegt að fara svona inn í viðkvæm mál með þessum hætti,“ sagði Lilja sem biðlaði til fólks um að sýna ábyrgð. Sagðist Þorgerður Katrín taka undir það. „Þá bið ég ekki síst Lilju og Framsóknarflokkinn um að sýna ábyrgð og ekki fara í kapphlaup um yfirlýsingar og athygli,“ sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagðist telja að daglegir upplýsingafundir almannavarna og landlæknis hafi verið til þess fallnir að „drepa allt lýðskrum“. „Það er algert lykilatriði í þessum aðstæðum þegar þú verður síðan á endanum með samfélag þar sem fleiri og fleiri verða hræddir, hræddir um sitt fólk sem er veikt, hræddir um sína stöðu varðandi atvinnu og annað slíkt,“ sagði hún. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/Einar Alþjóðasamfélagið ekki sýnt sínar bestu hliðar í faraldrinum Varðandi viðbrögð annarra ríkja við faraldrinum sagðist Þórdís Kolbrún telja að alþjóðasamfélagið hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar. Nokkur ríki, þar á meðal nokkur nágrannaríki Íslands, hafa gripið til ferðabanns án samráðs við helstu bandalagsríki sín. Þórdís Kolbrún sagðist hafa áhyggjur af viðbrögðum sumra erlendra ríkja við faraldrinum, hvort sem það væru Bandaríkin eða lönd sem stæðu Íslandi mun nær. Bandaríkin settu miklar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu í gær og Danmörk og Noregur hafa gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum. Sjá einnig: Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku „Það er sérstakt að finna fyrir því að þegar verkefnin verða svona þung, flókin og erfið að þetta séu viðbrögðin. Þau eru að mörgu leyti mannleg en ég hefði viljað sjá annars konar viðbrögð,“ sagði ráðherrann. Benti Þórdís Kolbrún á að þó að margt hefði breyst í heiminum á aðeins örfáum vikum væri ástandið enn á frumstigi. „Við erum kannski sem alþjóðasamfélag ekki að sýna okkar allra bestu hliðar,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/vilhelm Reynir á þolrifin í samskiptum þjóða Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng og sagði að ástandið ætti eftir að reyna á þolrif í samskiptum þjóða. Gríðarlega mikilvægt væri að vinna að því að bæta samskiptin þar sem ekkert yrði leyst án alþjóðlegrar samvinnu. Þorgerður Katrín sagði að hún hefði viljað sjá meira samstarf vegna faraldursins á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Samvinna lýðræðisríkja væri hluti ástæðu þess að hægt hafi verið að byggja upp efnahagslega og félagslega velsæld. Ekki mætti víkja frá lýðræðislegum leikreglum og samvinnu vestrænna lýðræðisríkja. „Þegar vinir okkar eru að haga sér með einhverjum þeim hætti sem hugsanlega getur ógnað lýðræðislegum undirstöðum þá er vinur sá sem til vamms segir,“ sagði Þorgerður Katrín. Gripi íslensk stjórnvöld til þess að loka landamærum yrði það á grunni ráðlegginga okkar færasta fólks, ólíkt því sem hefði gerst í Danmörku þar sem ákvörðunin hafi verið pólitísk. Lilja taldi viðbrögð Bandaríkjanna og Norðurlandanna skýrast af því að ríkin hafi ekki verið tilbúin fyrir faraldurinn. *Uppfært 13:35 Eftir að fréttin birtist kom Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á framfæri þeirri áréttingu að þegar hún talaði um að núverandi og fyrrverandi þingmenn hafi efast um álit veirufræðinga í Sprengisandi hafi hún átt við núverandi þingmenn ótiltekinna flokka auk fyrrverandi þingmanna Framsóknarflokksins, ekki núverandi þingmenn þess flokks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent