Voru ekki búin undir miklar vinsældir Chromo Sapiens hjá barnafjölskyldum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 14:30 Frá sýningu Shoplifter í Hafnarhúsinu. vísir/sigurjón Listasafn Reykjavíkur var ekki endilega búið undir miklar vinsældir sýningarinnar Chromo Sapiens hjá barnafjölskyldum. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Guðrúnardóttur, kynningar- og markaðsstjóra safnsins, við fyrirspurn Vísis en ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafa Íslendingar, bæði fullorðnir og börn, flykkst á þessa sýningu Hrafnhildar Arnardóttur/Shoplifter undanfarnar vikur. Þá fór blaðamaður Vísis á sýninguna um helgina og þurfti, eins og aðrir gestir, að bíða í röð eftir að komast inn í sýningarsalinn, svo mikil var aðsóknin. Áslaug segir að alls hafi 17.500 gestir komið á sýninguna frá því hún opnaði í Hafnarhúsinu þann 23. janúar síðastliðinn. Það sé mjög mikil aðsókn en enn hafi sýningin þó ekki toppað sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem var í Hafnarhúsinu árið 2004. Sú sýning sló öll aðsóknarmet að sögn Áslaugar.Sjá einnig: 500 fermetra hárkolla í Hafnarhúsinu Aðspurð hvort miklar vinsældir Chromo Sapiens hafi komið á óvart segir Áslaug að vinsældirnar hafi kannski ekki komið á óvart. Þannig hafi sýningin verið mjög vinsæl á Feneyjatvíæringnum í fyrra og vitað var að hún væri mjög myndræn. „Samt sem áður verð ég að segja að við vorum ekki endilega búin undir þessar vinsældir hjá barnafjölskyldum. Það er líka mjög skemmtilegt að segja frá því að hlutfall innlendra gesta í húsið hefur hækkað mikið og sýningin hefur laðað að fjölda nýrra gesta,“ segir Áslaug. Sýningin stendur til 19. mars en á vef Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars um sýninguna: „Chromo Sapiens er þakið miklu magni af einkennisefniviði Hrafnhildar; gervihári. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými, sem umlykja þá í myndrænum og hljóðrænum samruna.“ View this post on Instagram Það hlýtur að vera skylda að birta mynd af öllum sem líta inn á #chromosapiens í @reykjavikartmuseum. Mögnuð upplifun! A post shared by Andrés Ingi (@andresingi) on Feb 1, 2020 at 7:40am PST View this post on Instagram Immersed in a world of colour and loving it #chromosapiens #shoplifter #darrkell #ág A post shared by Lovísa Árnadóttir (@lovisaarna) on Jan 26, 2020 at 2:09pm PST View this post on Instagram Chromo sapiens í Listasafni Reykjavíkur #chromosapiens A post shared by Dagur B. Eggertsson (@daguregg) on Jan 23, 2020 at 1:23pm PST View this post on Instagram Nóra was amazed! And wants her room to be by @shoplifterart #chromosapiens A post shared by Eva Dögg ~ Adi Chandjot Kaur (@evadoggrunars) on Jan 26, 2020 at 12:46pm PST Myndlist Reykjavík Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur var ekki endilega búið undir miklar vinsældir sýningarinnar Chromo Sapiens hjá barnafjölskyldum. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Guðrúnardóttur, kynningar- og markaðsstjóra safnsins, við fyrirspurn Vísis en ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafa Íslendingar, bæði fullorðnir og börn, flykkst á þessa sýningu Hrafnhildar Arnardóttur/Shoplifter undanfarnar vikur. Þá fór blaðamaður Vísis á sýninguna um helgina og þurfti, eins og aðrir gestir, að bíða í röð eftir að komast inn í sýningarsalinn, svo mikil var aðsóknin. Áslaug segir að alls hafi 17.500 gestir komið á sýninguna frá því hún opnaði í Hafnarhúsinu þann 23. janúar síðastliðinn. Það sé mjög mikil aðsókn en enn hafi sýningin þó ekki toppað sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem var í Hafnarhúsinu árið 2004. Sú sýning sló öll aðsóknarmet að sögn Áslaugar.Sjá einnig: 500 fermetra hárkolla í Hafnarhúsinu Aðspurð hvort miklar vinsældir Chromo Sapiens hafi komið á óvart segir Áslaug að vinsældirnar hafi kannski ekki komið á óvart. Þannig hafi sýningin verið mjög vinsæl á Feneyjatvíæringnum í fyrra og vitað var að hún væri mjög myndræn. „Samt sem áður verð ég að segja að við vorum ekki endilega búin undir þessar vinsældir hjá barnafjölskyldum. Það er líka mjög skemmtilegt að segja frá því að hlutfall innlendra gesta í húsið hefur hækkað mikið og sýningin hefur laðað að fjölda nýrra gesta,“ segir Áslaug. Sýningin stendur til 19. mars en á vef Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars um sýninguna: „Chromo Sapiens er þakið miklu magni af einkennisefniviði Hrafnhildar; gervihári. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými, sem umlykja þá í myndrænum og hljóðrænum samruna.“ View this post on Instagram Það hlýtur að vera skylda að birta mynd af öllum sem líta inn á #chromosapiens í @reykjavikartmuseum. Mögnuð upplifun! A post shared by Andrés Ingi (@andresingi) on Feb 1, 2020 at 7:40am PST View this post on Instagram Immersed in a world of colour and loving it #chromosapiens #shoplifter #darrkell #ág A post shared by Lovísa Árnadóttir (@lovisaarna) on Jan 26, 2020 at 2:09pm PST View this post on Instagram Chromo sapiens í Listasafni Reykjavíkur #chromosapiens A post shared by Dagur B. Eggertsson (@daguregg) on Jan 23, 2020 at 1:23pm PST View this post on Instagram Nóra was amazed! And wants her room to be by @shoplifterart #chromosapiens A post shared by Eva Dögg ~ Adi Chandjot Kaur (@evadoggrunars) on Jan 26, 2020 at 12:46pm PST
Myndlist Reykjavík Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira