Skátarnir að kikna undan lögsóknum vegna misnotkunar Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 07:36 Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. AP/James Quigg Skátarnir í Bandaríkjunum hafa sóst eftir gjaldþrotsvernd vegna fjölda ásakana um kynferðislegt ofbeldi sem samtökin standa frammi fyrir. Unnið er að því að stofna stærðarinnar skaðabótasjóð og vonast forsvarsmenn Skátanna, sem eru 110 ára gömul samtök, til þess að komast hjá gjaldþroti. AP fréttaveitan segir að mögulegt gjaldþrot Skátanna gæti verið eitt það flóknasta sem heimurinn hafi séð. Þúsundir manna hafi höfðað mál gegn Skátunum og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan samtakanna á undanförnum áratugum. Ný lög gerðu mönnunum kleift að höfða mál vegna meintra brota, sem annars hefðu verið fyrnd. Með því að sækjast eftir gjaldþrotsvernd hafa forsvarsmenn Skátanna stöðvað lögsóknirnar um tíma. Að endingu gætu samtökin þó neyðst til að selja umfangsmiklar eignir eins og skátabúðir og jarðir sem samtökin eiga víða um Bandaríkin, til þess að greiða skaðabætur. Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. Eins og bent er á í frétt AP eru Skátarnir eina af mörgum stofnunum Bandaríkjanna sem hafa lent í vandræðum vegna kynferðisofbeldis. Kaþólska kirkjan og háskólar hafa á undanförnum árum þurft að greiða hundruð milljóna dala í skaðabætur vegna kynferðisofbeldis. Skátum hefur fækkað verulega Fjöldi skáta í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Færri en tvær milljónir ungmenna taka nú þátt í starfsemi Skátanna en á áttunda áratug síðustu aldar voru þau rúmlega fjórar milljónir. Forsvarsmenn samtakanna hafa brugðist við þróuninni með því að leyfa stúlkum að ganga til liðs við Skátanna. Flestar lögsóknirnar gegn skátunum eru vegna mála sem eiga að hafa gerst á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skátarnir segja að „einungis“ fimm skátar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi árið 2018 og er það sagt til marks um umfangsmiklar fornvarnaraðgerðir samtakanna. Meðal annars séu gerðar bakgrunnskannanir á starfsfólki og það þjálfað í að koma í veg fyrir misnotkun. Þá hafa verið settar reglur um að minnst tveir fullorðnir þurfi að vera viðstaddir allar athafnir Skátanna. Þar til síðasta vors höfðu Skátarnir þvertekið fyrir að þekktir kynferðisbrotamenn hafi fengið að vinna með ungum skátum. Lögmenn meintra fórnarlamba fundu þó fjölmörg dæmi um þekkta kynferðisbrotamenn innan Skátanna og viðurkenndu samtökin þá að svo hefði verið. Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Skátarnir í Bandaríkjunum hafa sóst eftir gjaldþrotsvernd vegna fjölda ásakana um kynferðislegt ofbeldi sem samtökin standa frammi fyrir. Unnið er að því að stofna stærðarinnar skaðabótasjóð og vonast forsvarsmenn Skátanna, sem eru 110 ára gömul samtök, til þess að komast hjá gjaldþroti. AP fréttaveitan segir að mögulegt gjaldþrot Skátanna gæti verið eitt það flóknasta sem heimurinn hafi séð. Þúsundir manna hafi höfðað mál gegn Skátunum og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan samtakanna á undanförnum áratugum. Ný lög gerðu mönnunum kleift að höfða mál vegna meintra brota, sem annars hefðu verið fyrnd. Með því að sækjast eftir gjaldþrotsvernd hafa forsvarsmenn Skátanna stöðvað lögsóknirnar um tíma. Að endingu gætu samtökin þó neyðst til að selja umfangsmiklar eignir eins og skátabúðir og jarðir sem samtökin eiga víða um Bandaríkin, til þess að greiða skaðabætur. Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. Eins og bent er á í frétt AP eru Skátarnir eina af mörgum stofnunum Bandaríkjanna sem hafa lent í vandræðum vegna kynferðisofbeldis. Kaþólska kirkjan og háskólar hafa á undanförnum árum þurft að greiða hundruð milljóna dala í skaðabætur vegna kynferðisofbeldis. Skátum hefur fækkað verulega Fjöldi skáta í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Færri en tvær milljónir ungmenna taka nú þátt í starfsemi Skátanna en á áttunda áratug síðustu aldar voru þau rúmlega fjórar milljónir. Forsvarsmenn samtakanna hafa brugðist við þróuninni með því að leyfa stúlkum að ganga til liðs við Skátanna. Flestar lögsóknirnar gegn skátunum eru vegna mála sem eiga að hafa gerst á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skátarnir segja að „einungis“ fimm skátar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi árið 2018 og er það sagt til marks um umfangsmiklar fornvarnaraðgerðir samtakanna. Meðal annars séu gerðar bakgrunnskannanir á starfsfólki og það þjálfað í að koma í veg fyrir misnotkun. Þá hafa verið settar reglur um að minnst tveir fullorðnir þurfi að vera viðstaddir allar athafnir Skátanna. Þar til síðasta vors höfðu Skátarnir þvertekið fyrir að þekktir kynferðisbrotamenn hafi fengið að vinna með ungum skátum. Lögmenn meintra fórnarlamba fundu þó fjölmörg dæmi um þekkta kynferðisbrotamenn innan Skátanna og viðurkenndu samtökin þá að svo hefði verið.
Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira