Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2020 18:30 Álverið í Straumsvík. Vísir/vilhelm Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rannveig Rist, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessarar ákvörðunar. Ljóst er að hún mun hafa talsverð áhrif á rekstur Landsvirkjunar. „Áhrifin eru fyrst og fremst það að raforkusalan okkar dregst saman um sem því nemur sem eru um 3,5 prósent ef við horfum til heildarframleiðslunnar. Tekjuáhrifin á okkur eru um 20 milljónir dollara eða um 2,5 milljarðar króna,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar.Í fyrra þurfti að slökkva á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna ljósboga sem myndaðist þar. Tekjutap Landsvirkjunar vegna þeirrar stöðvunar í fyrra nam um 1,24 milljörðum króna. Hörður segir að Landsvirkjun ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að sýna aðhald í rekstri svo lágmarka megi áhrifin sem minni álframleiðsla hjá Rio Tinto mun hafa í ár á fyrirtækið. „Tímabundin áhrif sem eru hjá þeim eftir því sem okkur virðist og kemur okkur ekki á óvart er að staðan á álmörkuðum hefur verið mjög erfið, sérstaklega á síðasta ári. Það var samdráttur í eftirspurn og síðan hefur það það leitt til þess að verð sem að fæst fyrir þær afurðir sem álverin eru að framleiða hefur lækkað umtalsvert þannig að þetta eru kannski eðlileg viðbrögð við lækkandi verði og minnkandi eftirspurn,“ segir Hörður. Hörður bendir á að hægt hafi á hagkerfum heimsins sem valdi minni eftirspurn. Þá hefur álframleiðsla í Kína vaxið úr 10 prósentum frá árinu 2000 og upp í 60 prósent í fyrra. Hörður segir þetta ekki hafa áhrif á virkjanaáform Landsvirkjunar. „Það er mjög algengt að framleiðsluiðnaður eins og áliðnaður sveiflist og við gerum ráð fyrir að hann rétti úr sér og langtímahorfur fyrir iðnaðinn eru góðar.“ Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rannveig Rist, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessarar ákvörðunar. Ljóst er að hún mun hafa talsverð áhrif á rekstur Landsvirkjunar. „Áhrifin eru fyrst og fremst það að raforkusalan okkar dregst saman um sem því nemur sem eru um 3,5 prósent ef við horfum til heildarframleiðslunnar. Tekjuáhrifin á okkur eru um 20 milljónir dollara eða um 2,5 milljarðar króna,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar.Í fyrra þurfti að slökkva á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna ljósboga sem myndaðist þar. Tekjutap Landsvirkjunar vegna þeirrar stöðvunar í fyrra nam um 1,24 milljörðum króna. Hörður segir að Landsvirkjun ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að sýna aðhald í rekstri svo lágmarka megi áhrifin sem minni álframleiðsla hjá Rio Tinto mun hafa í ár á fyrirtækið. „Tímabundin áhrif sem eru hjá þeim eftir því sem okkur virðist og kemur okkur ekki á óvart er að staðan á álmörkuðum hefur verið mjög erfið, sérstaklega á síðasta ári. Það var samdráttur í eftirspurn og síðan hefur það það leitt til þess að verð sem að fæst fyrir þær afurðir sem álverin eru að framleiða hefur lækkað umtalsvert þannig að þetta eru kannski eðlileg viðbrögð við lækkandi verði og minnkandi eftirspurn,“ segir Hörður. Hörður bendir á að hægt hafi á hagkerfum heimsins sem valdi minni eftirspurn. Þá hefur álframleiðsla í Kína vaxið úr 10 prósentum frá árinu 2000 og upp í 60 prósent í fyrra. Hörður segir þetta ekki hafa áhrif á virkjanaáform Landsvirkjunar. „Það er mjög algengt að framleiðsluiðnaður eins og áliðnaður sveiflist og við gerum ráð fyrir að hann rétti úr sér og langtímahorfur fyrir iðnaðinn eru góðar.“
Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31
Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53