Var sendur fótbrotinn úr landi eftir vinnuslys á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 07:45 Maðurinn kom til vinnu á Akureyri í febrúar í fyrra en var sendur úr landi um tveimur mánuðum síðar eftir að hafa fótbrotnað í vinnuslysi. vísir/getty Radenko Stanisic, bosnískur ríkisborgari sem kom hingað til lands í febrúar í fyrra til þess að starfa í byggingarvinnu, hefur sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins vegna máls sem hann ætlar að höfða gegn fasteignafélaginu H-26 ehf. á Akureyri. Málið höfðar maðurinn vegna vangoldinna launa og skaðabóta alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að hafa unnið hér á landi í sjö vikur.Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Radenko hafi komið til landsins eftir að hafa fengið atvinnutilboð hér á landi. Honum var sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti þó byrjað strax að vinna. Ekki var samið sérstaklega um launakjör en Radenko hafði skilið það sem svo að launin yrðu góð og í samræmi við íslenska kjarasamninga og lög hér á landi. Radenko byrjaði strax í vinnunni um leið og hann kom hingað til lands. Hann vann tíu tíma á dag alla daga vikunnar nema sunnudag en sjö vikum síðar, þann 27. mars, lenti Radenko í vinnuslysi er hann féll úr stiga sem hann stóð í þegar hann var að festa handrið á svalir. Hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði við slysið auk þess að hljóta önnur meiðsl. Verið óvinnufær síðan slysið varð Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð á vettvang slyssins en þá kom í ljós að Radenko var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og gekkst þar undir aðgerð. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í níu daga. Eftir sjúkrahúsdvölina var honum svo ekið til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínar og áfram til Bosníu þar sem hann býr ásamt konu sinni. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, með vísan í gjafsóknarbeiðni Radenko, gengur hann enn með hækjur. Þá hefur hann verið óvinnufær síðan slys varð. Hann krefst bóta frá H-26 vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa. Fyrir sjö vikna vinnu hér á landi fékk hann 1200 evrur í laun eða sem nam þá 165 þúsund krónum. Þá var búið að draga tæplega 40 þúsund krónur af laununum hans fyrir flugfarinu hingað til lands. „Hann á auðvitað inni réttmæt laun fyrir tímann sem hann vann og við það bætist að honum var aldrei sagt upp störfum. Honum var bara skutlað út á flugvöll með mölbrotinn fót. Hann á því inni laun í uppsagnarfresti,“ segir Þórður Már Jónsson lögmaður Radenko í samtali við Fréttablaðið. Fasteignafélagið H-26 hefur hafnað kröfu Radenko. Í svarbréfi vegna kröfunnar segir að félagið hafi verið verkkaupi og borið enga ábyrgð á manninum heldur hafi hann verið starfsmaður serbnesks verktaka. Akureyri Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Radenko Stanisic, bosnískur ríkisborgari sem kom hingað til lands í febrúar í fyrra til þess að starfa í byggingarvinnu, hefur sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins vegna máls sem hann ætlar að höfða gegn fasteignafélaginu H-26 ehf. á Akureyri. Málið höfðar maðurinn vegna vangoldinna launa og skaðabóta alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að hafa unnið hér á landi í sjö vikur.Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Radenko hafi komið til landsins eftir að hafa fengið atvinnutilboð hér á landi. Honum var sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti þó byrjað strax að vinna. Ekki var samið sérstaklega um launakjör en Radenko hafði skilið það sem svo að launin yrðu góð og í samræmi við íslenska kjarasamninga og lög hér á landi. Radenko byrjaði strax í vinnunni um leið og hann kom hingað til lands. Hann vann tíu tíma á dag alla daga vikunnar nema sunnudag en sjö vikum síðar, þann 27. mars, lenti Radenko í vinnuslysi er hann féll úr stiga sem hann stóð í þegar hann var að festa handrið á svalir. Hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði við slysið auk þess að hljóta önnur meiðsl. Verið óvinnufær síðan slysið varð Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð á vettvang slyssins en þá kom í ljós að Radenko var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og gekkst þar undir aðgerð. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í níu daga. Eftir sjúkrahúsdvölina var honum svo ekið til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínar og áfram til Bosníu þar sem hann býr ásamt konu sinni. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, með vísan í gjafsóknarbeiðni Radenko, gengur hann enn með hækjur. Þá hefur hann verið óvinnufær síðan slys varð. Hann krefst bóta frá H-26 vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa. Fyrir sjö vikna vinnu hér á landi fékk hann 1200 evrur í laun eða sem nam þá 165 þúsund krónum. Þá var búið að draga tæplega 40 þúsund krónur af laununum hans fyrir flugfarinu hingað til lands. „Hann á auðvitað inni réttmæt laun fyrir tímann sem hann vann og við það bætist að honum var aldrei sagt upp störfum. Honum var bara skutlað út á flugvöll með mölbrotinn fót. Hann á því inni laun í uppsagnarfresti,“ segir Þórður Már Jónsson lögmaður Radenko í samtali við Fréttablaðið. Fasteignafélagið H-26 hefur hafnað kröfu Radenko. Í svarbréfi vegna kröfunnar segir að félagið hafi verið verkkaupi og borið enga ábyrgð á manninum heldur hafi hann verið starfsmaður serbnesks verktaka.
Akureyri Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira