Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Stefán Ó. Jónsson og Andri Eysteinsson skrifa 29. febrúar 2020 12:01 Hótelið sem um ræðir er Fosshótel Lind við Rauðarárstíg. Vísir/Frikki Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni og þurfa á sóttkví að halda. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. Um er að ræða Fosshótelið Lind við Rauðarárstíg 18, þar sem sjúkrahótel Rauða krossins var til húsa um áratugaskeið. Þar eru um 70 herbergi. Gestum hótelsins var greint frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld hafi óskað þess að húsnæðið verði nýtt sem sóttkví fyrir fólk sem grunað er um að hafa smitast af kórónuveirunni.Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka Lind á Rauðarárstíg, segir að gestir hótelsins hafi tekið skilaboðunum af miklu jafnaðargeði og að þeim hafi þegar verið komið fyrir á öðrum hótelum keðjunnar. Davíð Torfi segir að komi upp smit á meðal þeirra sem dvelja munu á hótelinu verði þeir sendir annað.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að ákvörðunin um að nýta húsnæðið sé algjört varúðarúrræði.„Við viljum hafa ákveðna aðstöðu til þess að bregðast við mögulegri útbreiðslu kórónaveirusmits og erum þarna með aðstöðu þar sem hægt er hafa einstaklinga í sóttkví vegna gruns um smit.“Aðstaðan sé hugsuð fyrir fólk sem ekki getur verið í einangrun heima hjá sér.„Þetta er nú fyrst og fremst hugsað fyrir ferðamenn, erlenda ríkisborgara og aðra sem ekki geta verið í einangrun á eigin heimili,“ sagði María.„Á þessu stigi er eingöngu um varúðarráðstöfun að ræða og við vitum ekki um neinn einstakling á þessu stigi sem þarf að nýta hana,“ segir María.Gengið er út frá því að húsnæðið standi heilbrigðisyfirvöldum til boða næstu tvo mánuðina.„Við gerum ráð fyrir því en þetta er staða sem er bara endurmetin frá degi til dags,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hótelið yrði fyrir smitaða einstaklinga en í raun verður það einungis sóttkví fyrir þá sem á sóttkví þurfa að halda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni og þurfa á sóttkví að halda. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. Um er að ræða Fosshótelið Lind við Rauðarárstíg 18, þar sem sjúkrahótel Rauða krossins var til húsa um áratugaskeið. Þar eru um 70 herbergi. Gestum hótelsins var greint frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld hafi óskað þess að húsnæðið verði nýtt sem sóttkví fyrir fólk sem grunað er um að hafa smitast af kórónuveirunni.Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka Lind á Rauðarárstíg, segir að gestir hótelsins hafi tekið skilaboðunum af miklu jafnaðargeði og að þeim hafi þegar verið komið fyrir á öðrum hótelum keðjunnar. Davíð Torfi segir að komi upp smit á meðal þeirra sem dvelja munu á hótelinu verði þeir sendir annað.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að ákvörðunin um að nýta húsnæðið sé algjört varúðarúrræði.„Við viljum hafa ákveðna aðstöðu til þess að bregðast við mögulegri útbreiðslu kórónaveirusmits og erum þarna með aðstöðu þar sem hægt er hafa einstaklinga í sóttkví vegna gruns um smit.“Aðstaðan sé hugsuð fyrir fólk sem ekki getur verið í einangrun heima hjá sér.„Þetta er nú fyrst og fremst hugsað fyrir ferðamenn, erlenda ríkisborgara og aðra sem ekki geta verið í einangrun á eigin heimili,“ sagði María.„Á þessu stigi er eingöngu um varúðarráðstöfun að ræða og við vitum ekki um neinn einstakling á þessu stigi sem þarf að nýta hana,“ segir María.Gengið er út frá því að húsnæðið standi heilbrigðisyfirvöldum til boða næstu tvo mánuðina.„Við gerum ráð fyrir því en þetta er staða sem er bara endurmetin frá degi til dags,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hótelið yrði fyrir smitaða einstaklinga en í raun verður það einungis sóttkví fyrir þá sem á sóttkví þurfa að halda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18
49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16