49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. febrúar 2020 11:16 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm 49 manns eru nú í sóttkví, bæði erlendis og hér á Íslandi, eftir að íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann stöðuna í málinu vera sambærilega og í gær. „Við fórum í gærkvöldi og reyndum að rekja hugsanlegar smitleiðir þessa einstaklings sem var jákvæður. Út þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis að vera í sóttkví næstu 14 daga,“ segir Víðir. Hann bætir við að einstaklingarnir sem um ræðir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Þá hafi sýni verið tekið af nokkrum einstaklingum með einkenni nú þegar, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag. Víðir segir að ferðir eiginkonu smitaða mannsins ekki hafa verið raktar, en sýni af henni reyndist neikvætt. „Eftir að við fengum þær fréttir þá stoppuðum við þá leið. Við vorum komin með heilmiklar upplýsingar en þegar sýnið úr henni reyndist vera neikvætt fórum við ekki lengra með það.“ Í hádeginu fer fram stöðufundur viðbragðsaðila. „Við erum með stöðufund með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu þar sem við förum yfir hvað hefur gerst í nótt og morgun og setjum niður verkefni dagsins. Annars erum við að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun þar sem við erum í miklum samskiptum og tryggjum samhæfingu allra,“ segir Víðir. Hann ítrekar einnig mikilvægi þess að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt. „Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
49 manns eru nú í sóttkví, bæði erlendis og hér á Íslandi, eftir að íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann stöðuna í málinu vera sambærilega og í gær. „Við fórum í gærkvöldi og reyndum að rekja hugsanlegar smitleiðir þessa einstaklings sem var jákvæður. Út þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis að vera í sóttkví næstu 14 daga,“ segir Víðir. Hann bætir við að einstaklingarnir sem um ræðir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Þá hafi sýni verið tekið af nokkrum einstaklingum með einkenni nú þegar, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag. Víðir segir að ferðir eiginkonu smitaða mannsins ekki hafa verið raktar, en sýni af henni reyndist neikvætt. „Eftir að við fengum þær fréttir þá stoppuðum við þá leið. Við vorum komin með heilmiklar upplýsingar en þegar sýnið úr henni reyndist vera neikvætt fórum við ekki lengra með það.“ Í hádeginu fer fram stöðufundur viðbragðsaðila. „Við erum með stöðufund með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu þar sem við förum yfir hvað hefur gerst í nótt og morgun og setjum niður verkefni dagsins. Annars erum við að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun þar sem við erum í miklum samskiptum og tryggjum samhæfingu allra,“ segir Víðir. Hann ítrekar einnig mikilvægi þess að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt. „Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18