Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 22:30 Freyr Alexandersson og Erik Hamrén hafa mánuð til stefnu til undirbúnings fyrir leikinn við Rúmeníu. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel „létt verk“. „Við höfum oft orðið varir við slíka umræðu þegar kemur að þjóðum sem hafa kannski ekki á að skipa mörgum leikmönnum sem eru fyrir framan augu áhangenda um hverja helgi, í ensku úrvalsdeildinni fyrst og fremst,“ sagði Freyr í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli, svo lengi sem það verður hægt á þessum árstíma, þann 26. mars í undanúrslitum EM-umspilsins. Sigurliðið mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. Freyr hefur að sjálfsögðu skoðað rúmenska liðið vel og er vel meðvitaður um þá efnilegu kynslóð leikmanna sem þar er að taka við keflinu: „Þetta eru strákar sem eru að taka næstu skref á sínum ferli, allir að spila á góðum stað og hafa gríðarlega hæfileika, og stóðu sig stórkostlega á U21-mótinu síðasta sumar. Við skulum því stíga varlega til jarðar og bera virðingu fyrir andstæðingnum, sem við gerum að sjálfsögðu alltaf. Þegar fer að nálgast leikinn, það er mikil eftirvænting í þjóðfélaginu, þá verður mikið af fréttum fram að leik og þá mun fólk átta sig betur á styrkleikum og auðvitað veikleikum rúmenska liðsins. En við vitum nákvæmlega út í hvað við erum að fara og þetta verður gríðarlega barátta. En, kannski ótrúlegt en satt, þá er Laugardalsvöllurinn gríðarlegt vígi fyrir okkur,“ sagði Freyr. Klippa: Freyr kallar eftir virðingu fyrir Rúmeníu EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15 Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32 Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel „létt verk“. „Við höfum oft orðið varir við slíka umræðu þegar kemur að þjóðum sem hafa kannski ekki á að skipa mörgum leikmönnum sem eru fyrir framan augu áhangenda um hverja helgi, í ensku úrvalsdeildinni fyrst og fremst,“ sagði Freyr í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli, svo lengi sem það verður hægt á þessum árstíma, þann 26. mars í undanúrslitum EM-umspilsins. Sigurliðið mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. Freyr hefur að sjálfsögðu skoðað rúmenska liðið vel og er vel meðvitaður um þá efnilegu kynslóð leikmanna sem þar er að taka við keflinu: „Þetta eru strákar sem eru að taka næstu skref á sínum ferli, allir að spila á góðum stað og hafa gríðarlega hæfileika, og stóðu sig stórkostlega á U21-mótinu síðasta sumar. Við skulum því stíga varlega til jarðar og bera virðingu fyrir andstæðingnum, sem við gerum að sjálfsögðu alltaf. Þegar fer að nálgast leikinn, það er mikil eftirvænting í þjóðfélaginu, þá verður mikið af fréttum fram að leik og þá mun fólk átta sig betur á styrkleikum og auðvitað veikleikum rúmenska liðsins. En við vitum nákvæmlega út í hvað við erum að fara og þetta verður gríðarlega barátta. En, kannski ótrúlegt en satt, þá er Laugardalsvöllurinn gríðarlegt vígi fyrir okkur,“ sagði Freyr. Klippa: Freyr kallar eftir virðingu fyrir Rúmeníu
EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15 Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32 Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45
Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15
Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32
Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20
KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti